Prestsvígsla

18. ágúst 2021

Prestsvígsla

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst, Gunnbjörgu Óladóttur, MA í guðfræði, til prestsþjónustu í Nord-Fron í Hamarbiskupsdæmi í Noregi með sérstakar skyldur við sóknirnar Kvam og Skåbu.

Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 18. 00.

Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigurður Jónsson.

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir lýsir vígslu og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Athöfnin er öllum opin.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls