Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga
Í dag er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga.
Markmiðið með deginum er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verða samverustundir víðsvegar um landið.
Samverustund verður í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 18.00. Þá verða um helgina minningarstundir í nokkrum kirkjum, eins og í Keflavíkurkirkju, Hveragerðiskirkju, Akureyrarkirkju, Húsavíkurkirkju og Egilsstaðakirkju.
Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs er mjög mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur samþykkt stuðning í kjölfar sjálfsvígs (e. postvention) sem mikilvægan lið í sjálfsvígsforvörnum.
Tvennt er nú viðurkennt sem mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum. Annars vegar forvarnir sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvíg, og hins vegar stuðningur við aðstandendur sem felst meðal annars í því að gæta sérstaklega að heilsu þeirra.
Á heimasíðu Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna er fólk hvatt til að kveikja á kerti og setja út í glugga í kvöld, 10. september, kl. 20.00.
minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
styrkja fólk og gefa von andspænis sárum veruleika
sýna stuðning við forvarnir gegn sjálfsvígum
Eftirtaldir aðilar eru bakhjarlar alþjóðlega forvarnadags sjálfsvíga: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Heilsugæslan, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Píeta-samtökin, Rauði krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjan.
hsh