17. september 2021
Gegnum glerþakið
Sr. Anne Burghardt, kemur frá Eistlandi og er nýr framkvæmadstjóri Lútherska heimssambandsins - mynd: LWF
Kirkjan.is hafði samband við nýkjörinn framkvæmdastjóra Lútherska heimssambandsins og er það séra Anne Burghardt, prestur í eistnesku kirkjunni og ráðgjafi í samkirkjulegum samskiptum á alþjóðavísu. Hún tekur við framkvæmdastjórastarfinu í nóvember næstkomandi af dr. Martin Junge sem hefur leitt sambandið síðastliðin ellefu ár.
Kirkjan.is spurði hana fyrst að því hvað þýddi fyrir stöðu kvenna að hún komi til með að gegna þessari stöðu fyrst þeirra.
„Þetta þýðir annars vegar að lúthersku kirkjurnar hafa á heimsvísu lýst því yfir að þær séu reiðubúnar til að brjóta hið margfræga glerþak þegar að því kemur að konur taki við stjórnunarstöðum innan kirknanna,“ segir séra Anne, „en jafnframt horfumst við í augu við það að sumar lútherskar kirkjur neita að vígja konur til þjónustu og þess vegna er baráttunni hvergi nærri lokið.“
Séra Anne segir að hún sem kona verði vonandi öðrum konum í lúthersku kirkjunni hvatning sem hafi góða skipulagsgáfu og frábæra leiðtogahæfileika en þori ekki að láta þá í ljós eða eru ekki færar um það vegna rótgróinna fordóma og gamals kirkjukerfis. „Ég vona svo sannarlega að sá dagur komi að það verði ekki fréttaefni að kona taki við leiðtogastarfi innan kirkjunnar,“ segir hún og brosir.
En hvað þýðir þetta fyrir þig, persónulega, spyr kirkjan.is. „Það hefur vissulega áhrif þegar þú er kjörin til að taka að þér þetta starf og kastljósinu er beint að þér þar sem þú ert kölluð til forystu. Þess vegna finn ég til mikillar ábyrgðar í þessari stöðu,“ segir séra Anne.
Kirkjan.is spyr séra Anne að því hvort hún muni einbeita sér að einhverjum sérstökum málum sem framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins.
Það er líka mikilvægt að áliti séra Anne að styrkja samfélagstengsl og ná til grasrótarinnar úti í söfnuðunum til þess að þeir séu sér betur meðvitaðir um að þeir tilheyri alþjóðsamfélagi í gegnum Lútherska heimssambandið. „Ég vildi gjarnan sjá samstarf kirkna á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum styrkjast með Lútherska heimssambandið sem bakgrunn í sömu mynd og Porvó-samkomulagið er,“ segir séra Anne.
En þarf fjölskyldan ekki að flytja til Genfar?
„Jú, við þurfum að flytja,“ segir séra Anne „störf hjá Lútherska heimssambandinu hafa verið unnin með ýmsum hætti á kórónuveirutímanum og mest í fjarvinnu og á fjarfundum.“ Því vinnulagi lýkur senn að mestu að sögn hennar. Hún segir að það verði ekki auðvelt að flytja frá Eistlandi og til Genfar. „Sonur okkar sem er átján ára flytur með okkur og mun stunda nám í alþjóðlega skólanum í Genf í eitt ár,“ segir hún og bætir því við að þá fari hann heim og haldi þar áfram námi. „Maðurinn minn mun svo skipta tíma sínum á milli Genfar og Tallinn og því verðum við í góðum tengslum við heimland okkar,“ segir séra Anne Burghardt að lokum.
Og svona í lokin, séra Anne, hefur þú komið til Íslands?
„Nei, því miður,“ segir hún og hlær léttilega, „en landið hefur lengi verið á heimsóknarlista mínum og kannski ekki þess langt að bíða að ég komi þangað.“
Kirkjan.is hafði samband við nýkjörinn framkvæmdastjóra Lútherska heimssambandsins og er það séra Anne Burghardt, prestur í eistnesku kirkjunni og ráðgjafi í samkirkjulegum samskiptum á alþjóðavísu. Hún tekur við framkvæmdastjórastarfinu í nóvember næstkomandi af dr. Martin Junge sem hefur leitt sambandið síðastliðin ellefu ár.
Kirkjan.is spurði hana fyrst að því hvað þýddi fyrir stöðu kvenna að hún komi til með að gegna þessari stöðu fyrst þeirra.
„Þetta þýðir annars vegar að lúthersku kirkjurnar hafa á heimsvísu lýst því yfir að þær séu reiðubúnar til að brjóta hið margfræga glerþak þegar að því kemur að konur taki við stjórnunarstöðum innan kirknanna,“ segir séra Anne, „en jafnframt horfumst við í augu við það að sumar lútherskar kirkjur neita að vígja konur til þjónustu og þess vegna er baráttunni hvergi nærri lokið.“
Séra Anne segir að hún sem kona verði vonandi öðrum konum í lúthersku kirkjunni hvatning sem hafi góða skipulagsgáfu og frábæra leiðtogahæfileika en þori ekki að láta þá í ljós eða eru ekki færar um það vegna rótgróinna fordóma og gamals kirkjukerfis. „Ég vona svo sannarlega að sá dagur komi að það verði ekki fréttaefni að kona taki við leiðtogastarfi innan kirkjunnar,“ segir hún og brosir.
En hvað þýðir þetta fyrir þig, persónulega, spyr kirkjan.is. „Það hefur vissulega áhrif þegar þú er kjörin til að taka að þér þetta starf og kastljósinu er beint að þér þar sem þú ert kölluð til forystu. Þess vegna finn ég til mikillar ábyrgðar í þessari stöðu,“ segir séra Anne.
Kirkjan.is spyr séra Anne að því hvort hún muni einbeita sér að einhverjum sérstökum málum sem framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins.
Kosningaáherslur
„Í valferlinu lagði ég oft áherslu á nauðsyn þess að gæta að góðu jafnvægi milli hinna þriggja sviða missio Dei: orðsins, helgisiðanna og kærleiksþjónustunnar,“ segir séra Anne, og bætir því við að vitnisburður fólksins sjálfs um trú sína megi sömuleiðis fylgja með – sums staðar verði hann nokkurs konar píslarvætti. „Ég lít á það sem eitt af hlutverkum mínum að gæta jafnvægis milli þessara þátta og ekki síst í ljósi hins góða starfs sem Lútherska heimssambandið hefur unnið,“ segir séra Anne.
Auk þess telur hún nauðsynlegt að styðja við guðfræðinám og þróun fjarnáms sem fólk gæti tekið þátt í hvar sem það væri statt. „Draga saman aðgengilegt efni um guðfræði og margvísleg álitamál til að efla kirkjufólkið í framgöngu sinni til sáttagjörðar,“ segir hún og telur að það gæti orðið liður í að tengja betur saman þróunar- og hjálparstarf Lútherska heimssambandsins við aðildarkirkjurnar.
„Í valferlinu lagði ég oft áherslu á nauðsyn þess að gæta að góðu jafnvægi milli hinna þriggja sviða missio Dei: orðsins, helgisiðanna og kærleiksþjónustunnar,“ segir séra Anne, og bætir því við að vitnisburður fólksins sjálfs um trú sína megi sömuleiðis fylgja með – sums staðar verði hann nokkurs konar píslarvætti. „Ég lít á það sem eitt af hlutverkum mínum að gæta jafnvægis milli þessara þátta og ekki síst í ljósi hins góða starfs sem Lútherska heimssambandið hefur unnið,“ segir séra Anne.
Auk þess telur hún nauðsynlegt að styðja við guðfræðinám og þróun fjarnáms sem fólk gæti tekið þátt í hvar sem það væri statt. „Draga saman aðgengilegt efni um guðfræði og margvísleg álitamál til að efla kirkjufólkið í framgöngu sinni til sáttagjörðar,“ segir hún og telur að það gæti orðið liður í að tengja betur saman þróunar- og hjálparstarf Lútherska heimssambandsins við aðildarkirkjurnar.
Það er líka mikilvægt að áliti séra Anne að styrkja samfélagstengsl og ná til grasrótarinnar úti í söfnuðunum til þess að þeir séu sér betur meðvitaðir um að þeir tilheyri alþjóðsamfélagi í gegnum Lútherska heimssambandið. „Ég vildi gjarnan sjá samstarf kirkna á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum styrkjast með Lútherska heimssambandið sem bakgrunn í sömu mynd og Porvó-samkomulagið er,“ segir séra Anne.
Séra Anne Burghardt var vígð til prestsþjónustu árið 2004 og þá sem prestur við guðfræðideild háskólans í Tallinn. „Ég var ekki vígð til safnaðarþjónustu,“ segir hún, „en ég hóf svo störf hjá Lútherska heimssambandinu í Genf, var þar í fimm ár, frá 2013-2018, og starfaði þar að samkirkjumálum.“ Um þessar mundir er hún héraðsprestur í prófastsdæmi skammt frá Tallinn en vinnur jafnframt í höfuðstöðvum eistnesku kirkjunnar í Tallinn og við guðfræðideild háskólans. Eiginmaður hennar er sóknarprestur og segist hún hafa verið honum innan handar með sitthvað í þjónustunni og þekki því vel til almenns safnaðarstarfs.
En þarf fjölskyldan ekki að flytja til Genfar?
„Jú, við þurfum að flytja,“ segir séra Anne „störf hjá Lútherska heimssambandinu hafa verið unnin með ýmsum hætti á kórónuveirutímanum og mest í fjarvinnu og á fjarfundum.“ Því vinnulagi lýkur senn að mestu að sögn hennar. Hún segir að það verði ekki auðvelt að flytja frá Eistlandi og til Genfar. „Sonur okkar sem er átján ára flytur með okkur og mun stunda nám í alþjóðlega skólanum í Genf í eitt ár,“ segir hún og bætir því við að þá fari hann heim og haldi þar áfram námi. „Maðurinn minn mun svo skipta tíma sínum á milli Genfar og Tallinn og því verðum við í góðum tengslum við heimland okkar,“ segir séra Anne Burghardt að lokum.
Og svona í lokin, séra Anne, hefur þú komið til Íslands?
„Nei, því miður,“ segir hún og hlær léttilega, „en landið hefur lengi verið á heimsóknarlista mínum og kannski ekki þess langt að bíða að ég komi þangað.“
Hvað er Lútherska heimssambandið?
Lútherska heimssambandið var stofnað árið 1947 og var íslenska þjóðkirkjan einn af stofnaðilum þess. Innan sambandsins eru 148 lútherskar kirkjur og þeim tilheyra ríflega 77 milljónir kristins fólks í 99 löndum. Grunngildi sambandsins eru: virðing og réttlæti; samhugur og samstaða; fjölbreytileikinn virtur; samvinna og þátttaka; gagnsæi og traust.
Sambandið leitast við að bera trúnni vitni í orði og verki, treysta á leiðsögn Guðs og anda hans. Starf samtakanna fer fram í samtali og íhugun með fulltrúum lútherskra kirkna, og annarra kirkjudeilda og trúarbragða, í þeim tilgangi að dýpka skilning og bera kristinni trú vitni. Samtökin taka sér stöðu með þeim sem minna mega sín, ganga fram fyrir skjöldu á réttlæti og friði í anda sáttargjörðarinnar.
Höfuðstöðvar Lútherska heimssambandsins eru í Gefn, Sviss. Æðsta valdastofnun Lútherska heimssambandsins er þing þess og á því sitja fulltrúar allra aðildarlanda. Þingið kýs stjórn sambandsins, 48 fulltrúa. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, situr í stjórninni. Magnea Sverrisdóttir, djákni, er ráðgjafi í fjárlaganefnd stjórnarinnar.
Lútherska heimssambandið var stofnað árið 1947 og var íslenska þjóðkirkjan einn af stofnaðilum þess. Innan sambandsins eru 148 lútherskar kirkjur og þeim tilheyra ríflega 77 milljónir kristins fólks í 99 löndum. Grunngildi sambandsins eru: virðing og réttlæti; samhugur og samstaða; fjölbreytileikinn virtur; samvinna og þátttaka; gagnsæi og traust.
Sambandið leitast við að bera trúnni vitni í orði og verki, treysta á leiðsögn Guðs og anda hans. Starf samtakanna fer fram í samtali og íhugun með fulltrúum lútherskra kirkna, og annarra kirkjudeilda og trúarbragða, í þeim tilgangi að dýpka skilning og bera kristinni trú vitni. Samtökin taka sér stöðu með þeim sem minna mega sín, ganga fram fyrir skjöldu á réttlæti og friði í anda sáttargjörðarinnar.
Höfuðstöðvar Lútherska heimssambandsins eru í Gefn, Sviss. Æðsta valdastofnun Lútherska heimssambandsins er þing þess og á því sitja fulltrúar allra aðildarlanda. Þingið kýs stjórn sambandsins, 48 fulltrúa. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, situr í stjórninni. Magnea Sverrisdóttir, djákni, er ráðgjafi í fjárlaganefnd stjórnarinnar.
hsh