Samhugur og einbeitni

22. september 2021

Samhugur og einbeitni

Nýi líkbíllinn er glæsilegur - inni í fréttinni má sjá hvaða fólk stendur við bílinn - mynd: PF/Feykir

Fólk vill kveðja látna ástvini með virðingu og sóma. Hluti af því hefur alltaf verið sá að fyrir hendi væri traustur og fallegur líkbíll í hverju héraði. Það þykir hæfa athöfninni að bíllinn sé gljáandi fagur og svartur. Ætíð er lögð áhersla á að umbúnaður um útfarir sé sem fallegastur og hlýlegastur.

Líkbílar ganga úr sér eins og aðrir bílar enda þótt þeim sé ekki mikið ekið eðli máls samkvæmt – og sem betur fer myndu nú flestir segja.

Nýlega endurnýjuðu Skagfirðingar líkbíl sinn og fengu sér bíl til þessara nota af tegundinni Mercedes Benz. Fullbúinn kostaði líkbíllinn tæpar níu milljónir. Það er mikið fé og því þarf samhug og einbeitni til að safna því saman. Það gerðu Skagfirðingar eins og þeim er einum líkt.

Gamli líkbíllinn var kominn til ára sinna. Hann var af tegundinni Chevrolet og hafði áður verið notaður sem sjúkrabíll. Rauði krossinn gaf hann kirkjusóknunum í Skagafirði árið 1997 og forystu í málinu höfðu þeir sr. Gísli Gunnarsson og Gestur Þorsteinsson.

Um nokkurt skeið hefur staðið til að endurnýja líkbílinn og hafa margir komið að því máli. Einhugur hefur verið mikill meðal fólksins og öll spjót voru höfð úti til að fjármagna nýja líkbílinn. Það tókst. Einstaklingar, prestaköll, fyrirtæki, klúbbar og félög létu fé af hendi rakna svo hægt væri að kaupa góðan og traustan líkbíl af bestu gerð. Úti á landsbyggðinni þurfa líkbílar að vera öflugir og til taks í öllum veðrum.

Þegar bíllinn var afhentur til notkunar að viðstöddum mörgum þeirra sem komið höfðu að málun fór sr. Gísli Gunnarsson með fararblessun og afhenti lyklana.

Fulltrúar félaganna sem komu að þessa samstilltu söfnun voru – frá vinstri á myndinni sem fylgir fréttinni: Ingólfur Guðmundsson, forseti Kiwanisklúbbsins Drangeyjar, sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, Kristín Bjarnadóttir, fyrir Hofsós- og Hólasókn, Böðvar Finnbogason, fyrir Glaumbæjarsókn, Ingimar Jóhannsson, fyrir Sauðárkrókssókn, Agnar H. Gunnarsson, fyrir Miklabæjar- og Mælifellsóknir, og Jón Hörður Elíasson, líkbílstjóri og umsjónarmaður bílsins.

hsh


Hér afhendir sr. Gísli Gunnarsson bílstjóranum, Jóni Herði Elíassyni, lyklana að lokinni fararblessun 


  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Trúin

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls