Hausttónar í Hallgrímskirkju

14. október 2021

Hausttónar í Hallgrímskirkju

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju - mynd: Hrefna Harðardóttir

„Tónlistarstarfið fer vel af stað hér í kirkjunni,“ segir Björn Steinar Sólbergsson, tónlistarstjóri og organisti í Hallgrímskirkju, þegar kirkjan.is innir eftir stöðu mála. „Orgelsumarið gekk svo vel þegar á allt er litið að við vorum að hugsa um að hafa líka orgelvetur,“ segir hann léttur á brún.

Allt starfið í kirkjunni hefur lifnað við undanfarnar vikur og ferðamenn eru farnir að streyma aftur í kirkjuna að sögn hans. „Kirkjan er flaggskip í kirkjutónlist og númer eitt er að hugsa um helgihald, byggja upp kór og setja fram metnaðarfulla tónlistardagskrá,“ segir Björn Steinar.

„Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju er þegar farin af stað og hefur verið sótt vel,“ segir Björn Steinar. Næstu tónleikar verða siðbótardaginn 31. október en þá verða heiðurstónleikar í tilefni þess að Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, varð níræður á árinu. Síðustu tónleikarnir í Haust í Hallgrímskirkju verða 4. desember. „Þá tekur jólatónleikadagskrá við og jólaskapið ekki langt undan,“ segir Björn Steinar fullur bjartsýni.

„Það eru hádegistónleikar fyrsta laugardag í mánuði,“ segir hann og kveður það vera nýjung, „orgelið er þar í aðalhlutverki en önnur hljóðfæri koma við sögu og söngur. Þeir tónleikar hafa gengið í alla staði vel og verið vel sóttir.

„Svo er kominn kórstjóri að kirkjunni,“ segir Björn Steinar í lokin, „og það er Steinar Logi Helgason, fyrrverandi nemandi minn, sem fær að glíma við það skemmtilega starf.“ Hann sé ráðinn í hálft starf sem kórstjóri og verði gaman að sjá hvernig kórinn þróist en aðsókn í hann hafi verið mikil.

Starfið í Hallgrímskirkju er farið að færast í svipað horf og hjá flestum öðrum kirkjum eftir að kórónuveiran linaði tak sitt á samfélaginu. Enda horfa allir bjartsýnir til framtíðar.

hsh

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls