Samið um kaup og kjör

6. nóvember 2021

Samið um kaup og kjör

Við samningsborðið, frá vinstri sr. Bragi, þá Gunnar Þór, Egill og Ragnhildur. Mynd: Hjalti Einarsson

Ekki eru allir starfsmenn kirkjunnar í sama stéttarfélagi. Langflestir þeirra eru í Bandalagi háskólamenntaðra manna (BHM).

Kjarasamningur Fræðagarðs og Launanefndar þjóðkirkjunnar var samþykktur og undirritaður 3. nóvember s.l.

Gildistími samningsins er 1. janúar 2019 til 31. mars 2023 en fyrri samningurinn rann út 31. desember 2019.

Þessi nýundirritaði samningur tekur annars vegar til starfsmanna hjá þjóðkirkjunni sem eru fullgildir félagar í Fræðagarði og hins vegar þeirra sókna sem Launanefnd þjóðkirkjunnar hefur samningsumboð fyrir. Hann gildir tl dæmis fyrir djákna, háskólamenntaða sérfræðinga í æskulýðsmálum sem starfa í söfnuðum og háskólamenntaða framkvæmdastjóra/rekstrarstjóra sem starfa í þágu safnaða.

Sr. Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs, og Hjalti Einarsson, verkefnastjóri kjara- og vinnumarkaðsmála, MSc., í félags- og vinnusálfræði, mættu á alla fundi með Launanefnd þjóðkirkjunnar f.h. djákna.

Formaður Launanefndar þjóðkirkjunnar er Ragnhildi Benediktsdóttur, lögfræðingur á Biskupsstofu, og með henni eru Egill Heiðar Gíslason, varamaður í sóknarnefnd Lauganessóknar, og Gunnar Þór Ásgeirsson, gjaldkeri Dómkirkjusóknar. Varamenn eru Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogssókn og Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarnessókn.

Samningurinn verður kynntur í næstu viku og að lokinni kynningu hefst atkvæðagreiðsla um samninginn.

hsh


  • Fundur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls