Dagur kirkjutónlistarinnar með myndarbrag

7. nóvember 2021

Dagur kirkjutónlistarinnar með myndarbrag

Sr. Agnes afhenti Glúmi tónlistarviðurkenningu þjóðkirkjunnar fyrir framlag hans til uppbyggingar á barnakórastarfi við kirkjur og hins íslenska tíðasöngs - mynd: hsh

Dagur kirkjutónlistarinnar var haldinn í gær í Áskirkju. Dagskrá hans var fjölbreytt að vanda og hófst hann klukkan tíu um morguninn á sálmasöng viðstaddra. Sungnir voru nýir sálmar.

Dr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, flutti athyglisvert erindi um leiðtogahlutverk presta og organista. Erindið var rætt af viðstöddum og voru umræður líflegar. Síðan kynnti Guðný Einarsdóttir, organisti í Háteigskirkju, verkefnið Orgelkrakkar. Þá var fræðst um ný orgel, annað í Grafarvogskirkju sem kemur eftir áramótin, og hitt sem er í nýkomið í Keflavíkurkirkju.

Stuttar kynningar fóru fram á ýmsu sem tengist kirkjutónlist eins og tíðasöng, og Ísleifsreglunni, norræna kirkjutónlistarmótinu í Helsinki, Leitourgia-ráðstefnunni í Skálholti en henni er nýlokið, útgáfa sálmabókarinnar.

Janne Mark, sálmahöfundur, söngkona og píanóleikari ásamt Espen Mark kontrabassaleikara og fleirum kynntu fyrir viðstöddum sálma og kenndu þá; sungu einnig nokkra danska sálma í jazz-stíl af verðlaunuðum plötum Janne Mark; Kontinent, Pilgrim og Salmer fra Broen.

Tónlistarviðurkenning þjóðkirkjunnar
Degi tónlistarinnar lauk á stuttri athöfn þar sem biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, afhenti Glúmi Gylfasyni, organista á Selfossi, tónlistarviðurkenningu þjóðkirkjunnar fyrir framlag hans til uppbyggingar á barnakórastarfi við kirkjur og hins íslenska tíðasöngs.

Dagur kirkjutónlistarinnar var einkar ánægjulegur og fjölbreytilegur eins og áður sagði. Í undirbúningsnefndinnni voru Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Bjartur Logi Guðnason, organisti í Áskirkju, og Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Neskirkju.

Glúmur Gylfason
Hann er fæddur 12. mars 1944. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1964. Hóf tónlistarnám á barnsaldri, stundaði nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar, var við nám í Kennaraháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn (orgel, söngur o.fl.), við orgelnám í Róm á Ítalíu, hefur kennt tónlist og stýrt tónlistarskólum, verið organisti og kórstjórnandi. Sat í fyrstu stjórn Ísleifsreglunnar, vann að úgáfu sígilds kirkjusöngs: Íslenskur tíðasöngur, þýddi kennslubók í kórstjórn, settur söngmálastjóri þjóðkirkjunnar 1989. Frumkvöðull í kórastarfi með börnum.

hsh


Dr. Skúli Sigurður flutti áhugavert erindi


Hluti áheyrenda - grímurnar eru að koma aftur - því miður


Menn voru djúpt hugsi- þó ekki yfir fatarmáli þríhyrnings


Danir nettir að vanda - Kristján Hrannar við flygilinn


Glúmur og Margrét söngmálastjóri sem hélt utan um alla þræði með glæsibrag


Ánægjulegt var að meistarinn sjálfur, Haukur Guðlaugsson, sá sér fært að koma

 

  • Fundur

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls