Djáknavígsla í Skálholti

15. nóvember 2021

Djáknavígsla í Skálholti

Frá vígslunni í gær: Fremst frá vinstri, sr. Kristján, vígslubiskup, Heiða Björg, djákni; efri röð frá vinstri: sr. Erla, sr. Fritz Már, sr. Hans Guðberg, Jóhanna María, djákni, og Elísabet, djákni - mynd: Skálholt

Í gær var kristniboðsdagurinn og það fór vel á því að djákni skyldi vera vígður í Skálholtsdómkirkju. Djáknar störfuðu í frumkirkjunni og er getið í Ritningunni.

Það var vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, sem vígði djáknakandídatinn Heiðu Björgu Gústafsdóttur, til þjónustu við Keflavíkursöfnuð.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, lýsti vígslu, en vígsluvottar voru auk hans, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavík, sr. Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkursókn, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Laugadalsprestakalli og Elísabet Gísladóttir, djákni í Sóltúni.

Jón Bjarnason lék á orgelið og Skálholtskórinn söng.

Heiða Björg er fædd 1978 og hóf störf í Keflavíkurkirkju 1. ágúst sl. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði. Um tíma starfaði hún á bráðadeild sem hjúkrunarfræðingur. Djáknanámi lauk hún 2020 og starfsþjálfun í Keflavíkurkirkju s.l. vor.

Verkefni Heiðu Bjargar í söfnuðinum verða af ýmsum toga.

Eiginmaður hennar er Garðar K. Vilhjálmsson og eru þau búsett í Reykjanesbæ.

hsh


Frá vígslunni í Skálholti - mynd: Hilmar Bragi

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

  • Vígslubiskup

  • Vígsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls