Langholtið ómar af fögrum söng

17. desember 2021

Langholtið ómar af fögrum söng

Magnús Ragnarsson, organisti í Langholtskirkju. Orgelið í Langholtskirkju kom í kirkjuna 1999 og er 34 radda í barokkstíl, af tegundinni Noack, amerískt - mynd: hsh

Langholtskirkja býr við gróna tónlistarmenningu svo sem alþjóð er kunnugt um.

Víða er það svo að tónlist og kirkjustarf fléttast saman með órjúfanlegum hætti. Tónlist og kirkja eru systur á vissan hátt, samrýmdar systur.

Tónlistin á sér djúpar rætur í Langholtinu en tónlistarstarfið óx og dafnaði í höndum Jóns heitins Stefánssonar.

Kirkjan.is ræddi stuttlega við Magnús Ragnarssonar, organista og tónlistarstjóra, í Langholtskirkju.

Magnús var ráðinn að Langholtskirkju 2017 og kom þar að góðu búi sem hann hefur lagt alúð við og sett sinn svip á.

Fertugustu og þriðju Jólasöngvarnir verða haldnir í Langholtskirkju nú um helgina, laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. desember – kl. 20.00 fyrri daginn og kl. 17.00 seinni daginn. Þar munu Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Einsöngvarar að þessu sinni verða þau Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, og Eggert Reginn Kjartansson, tenór. Auk þeirra koma fram einsöngvarar úr báðum kórum.

Hljómsveitina skipa: Melkorka Ólafsdóttir, flauta, Frank Aarnink, slagverk og Richard Korn, kontrabassi.

„Eins og margir þekkja er hefðin sú að bjóða upp á rjúkandi heitt jólasúkkulaði og piparkökur í hléi á Jólasöngvum í Langholtskirkju,“ segir Magnús en því miður verði að sleppa þeirri hefð vegna kórónuveirunnar.

Skipuleggjendur tónleikanna vilja gæta vel að öllum sóttvörnum og þurfa tónleikagestir að fara í hraðpróf og vera með grímur.

Kórfélagar munu einnig fara í hraðpróf og gætt verður samviskusamlega að því að fjarlægð sé á milli ókunnugra í sætum. Þó að kakóið muni vanta mun jólaandinn ylja tónleikagestum og enginn geti hugsað sér að halda inn í hátíðirnar án þess að heyra „Barn er oss fætt,“ og klukkuna hringja inn „Ó, helga nótt“.

„Við erum bjartsýn með aðsóknina að tónleikunum en kórónuveiran hefur vissulega sett strik í reikninginn,“ segir hann og bætir við að tilhlökkunin fyrir tónleikunum sé mikil.

hsh

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju
18. desember kl. 20:00 og 19. desember kl. 17:00

Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir og Eggert Reginn Kjartansson.
Flauta: Melkorka Ólafsdóttir.
Kontrabassi: Richard Korn.
Slagverk: Frank Aarnink.
Stjórnendur: Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Magnús Ragnarsson.
Miðasala:  tix.is.












 


  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls