Hjálparstarf kirkjunnar styrkt

29. desember 2021

Hjálparstarf kirkjunnar styrkt

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, undirrita samning um styrkinn góða

Hjálparstarf kirkjunnar fékk mikla og verðskulduga viðurkenningu þegar því var veittur 10 milljóna króna styrkur til að efla félagslega ráðgjöf gagnvart því fólki er nýtir sér þjónustu þess.

Það var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, sem undirritaði á Þorláksmessu samning um styrkveitingu til Hjálparstarfsins, ásamt Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins.

Sú þjónusta sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir innanland er umsvifamikil. Fátækt fók fær aðstoð þegar neyð sækir að. Augum er sérstaklega beint að barnafjölskyldum til þess að tryggja sem kostur er velferð barna.

Kórónuveirufaraldurinn hefur kallað á meiri ráðgjöf og sálrænan stuðning við þau er nýta sér þjónustu Hjálparstarfsins. Ljóst er að faraldurinn hefur haft sálræn áhrif á fólk og þörf eftir andlegum stuðningi aukist sem og félagslegri ráðgjöf. Síðastliðin tæp tvö ár hefur fólk af 80 mismunandi þjóðernum leitað aðstoðar hjá Hjálparstarfinu.

Í samningnum við Hjálparstarf kirkjunnar verður lögð sérstök áhersla á að efla félagslega ráðgjöf við unga námsmenn í viðkvæmri stöðu en vísbendingar eru um að áhrif þeirra samfélagsbreytinga sem urðu vegna Covid-19 hafi haft meiri áhrif á líðan ungmenna í framhaldsskólum en almennings í heild.

Á vef ráðuneytisins er þetta haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmála-og vinnumarkaðsráðherra:
„Covid-19 faraldurinn hefur reynt mikið á og langvarandi álag og streita á slíkum álagstímum sem þessum getur haft mikil áhrif á andlega líðan fólks. Hjálparstarf kirkjunnar hefur unnið ómetanlegt starf með stuðningi sínum við bæði ungt fólk og aðra viðkvæma hópa, og því er einkar ánægjulegt að geta stutt við og eflt það góða starf.“

hsh

  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sálgæsla

  • Covid-19

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls