Lifandi stund

27. janúar 2022

Lifandi stund

Kópavogskirkja að morgni 27. janúar 2022 - mynd: hsh

Það er ekki algengt að kirkjur streymi frá föstum dagskrárliðum öðrum en þeim er snúa að helgihaldi.

Margir söfnuðir eru með ýmis konar starf fyrir eldri borgara sem hefur raskast verulega eða fallið niður í kórónuveirufaraldrinum. Næsta víst er að sá tryggi hópur sem hefur sótt það hefur saknað þess. Samveran með öðru fólki er mjög mikilvæg í augum eldri borgara sem hafa komið reglulega í þessar stundir. Má vera að það hafa vafist fyrir kirkjustarfsfólki hvort streyma ætti slíkum stundum sérstaklega til eldri borgara þótt þær væru náttúrlega með öðru sniði en venjulega. En sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kópavogskirkju, tók af skarið.

Kópavogskirkja hefur lengi verið með þátt í safnaðarstarfi sínum kallast Mál dagsins. Þær samverur hafa verið í safnaðarheimilinu Borgum alla þriðjudaga milli kl. 14.30 og 16.00. Boðið er upp á tónlist og söng. Síðan er alltaf eitt mál til umfjöllunar, mál dagsins, einhver gestur sem kemur með það og hefur til þess 20 mínútur og ekki sekúndu meira. Eða einhver innansóknarmaður. Eftir það er kaffi. Stutt stund, skemmtileg og hnitmiðuð. Í lokin er bæn og blessun.

„Það er um 50-60 manns sem sækja hverja samveru að jafnaði,“ segir sr. Sigurður Arnarson, þegar kirkjan.is innir hann um málið. „Fólkið hefur gaman af því að koma saman og syngja, hlusta á fróðleg erindi og svo þykir því líka gott að biðja saman og fá blessun.“

Samverustundin Mál dagsins í Kópavogskirkju hefur legið niðri vegna kórónuveirunnar eins og að líkum lætur.

Í fyrradag sendi Kópavogskirkja út rafrænt Mál dagsins og það var nýjung. Sannarlega tímamót og er næsta víst að hún hefur ýtt við safnaðarmeðlimum og aukið þeim vonir um að nú sæi senn fyrir endann á kórónuveirustússinu - eins og raunin er.

Mál dagsins að þessu sinni er blanda af þorrastemningu, og Ítalíu. Skemmtileg blanda. Nú er bara að horfa og njóta.

Það er sóknarpresturinn sr. Sigurður Arnarson sem heldur að vanda utan um stundina. 

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls