Sr. Dagur Fannar ráðinn

7. febrúar 2022

Sr. Dagur Fannar ráðinn

Sr. Dagur Fannar Magnússon fyrir altari Stöðvarfjarðarkirkju - blessar söfnuðinn - mynd: Ingibjörg S. JóhannsdóttirBiskup Íslands auglýsti eftir sóknarpresti til þjónustu í Skálholtsprestakall, Suðurprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út 24. janúar s.l.

Valnefnd kaus sr. Dag Fannar Magnússon, prest í Heydölum, til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Nýi presturinn
Sr. Dagur Fannar Magnússon er fæddur á Selfossi 10. júlí 1992. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2011 og mag. theol. prófi frá guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands árið 2019.
Sumarið 2019 starfaði hann sem verkefnastjóri í Skálholti.
Hann var vígður 15. september 2019 til Heydala í Austfjarðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi og tók þar við störfum 1. nóvember 2019.
Sr. Dagur Fannar stefnir að því að ljúka MA-gráðu í guðfræði í september á þessu ári.
Eiginkona hans er Þóra Gréta Pálmarsdóttir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi að mennt, og eiga þau þrjú börn. Þóra Gréta starfar hjá Austurbrún við rannsóknir. 

Prestakallið
Prestakallið Í Skálholtsprestakall í Suðurprófastsdæmi er á samstarfssvæði með Hrunaprestakalli.
Það samanstendur af átta sóknum þar sem eru 12 kirkjur. Prestakallinu fylgir vaktsími sem er fyrir HSU á Selfossi, lögreglu og aðra viðbragðsaðila vegna bráðaútkalla, vitjana, slysa og andláta á svæði gömlu Árnessýslu. Prestsbústaður er í Skálholti og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins.
Sóknarnefnd telur nauðsynlegt að prestur hafi fast aðsetur í Skálholti og er æskilegt að starfsaðstaða hans verði í Gestastofu Skálholts.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

hsh
  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls