17. febrúar 2022
Nýr prófastur
Nýr prófastur - sr. Bryndís Malla Elídóttir í ræðustól kirkjuþings - mynd: hsh
Nýr prófastur tekur við í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 1. apríl n.k. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur útnefnt sr. Bryndísi Möllu Elídóttur, prest í Seljasókn, sem næsta prófast og tekur hún við af sr. Gísla Jónassyni. Útnefning gildir í fimm ár eins og segir í starfsreglum um prófasta og gildir áfram sjálfkrafa ef prófastur tekur við öðru prestsstarfi innan sama prófastsdæmis.
Nýi prófasturinn
Bryndís Malla Elídóttir er fædd í Reykjavík 1969 og vígðist til Hjallakirkju í Kópavogi 12. febrúar 1995 og þjónaði þar með áherslu á barna- og æskulýðsstarf. Hún var síðan sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri en hefur frá árinu 2005 þjónað í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, fyrst sem héraðsprestur í Breiðholtskirkju og nú síðustu ár sem prestur Seljasóknar. Bryndís Malla sat í stjórn Prestafélags Íslands í sex ár og hefur síðasta kjörtímabil átt sæti á kirkjuþingi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum innan sem utan prófastsdæmisins.
Bryndís Malla Elídóttir er fædd í Reykjavík 1969 og vígðist til Hjallakirkju í Kópavogi 12. febrúar 1995 og þjónaði þar með áherslu á barna- og æskulýðsstarf. Hún var síðan sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri en hefur frá árinu 2005 þjónað í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, fyrst sem héraðsprestur í Breiðholtskirkju og nú síðustu ár sem prestur Seljasóknar. Bryndís Malla sat í stjórn Prestafélags Íslands í sex ár og hefur síðasta kjörtímabil átt sæti á kirkjuþingi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum innan sem utan prófastsdæmisins.
hsh