Framboð til kirkjuþings
Senn líður að kosningu til kirkjuþings 2022-2026. „Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, þar með talið fjárstjórnarvald, nema lög kveði á um annað. Kirkjuþing markar stefnu þjóðkirkjunnar í sameiginlegum málefnum hennar, öðrum en þeim sem lúta að kenningu hennar.“ segir í 7. gr. laga um þjóðkirkjuna þar sem rætt er um kirkjuþing .
Á kirkjuþingi situr þjóðkirkjufólk, tólf fulltrúar sem starfa í vígðri þjónustu kirkjunnar sem prestar eða djáknar og síðan sautján aðrir sem koma víða að úr samfélaginu og mörg þeirra hafa starfað í kirkjunni bæði í launuðum störfum og sem sjálfboðaliðar. Samtals 29 fulltrúar. Nánar má lesa um kjördæmi kirkjuþings, kirkjufulltrúa og fleira í starfsreglum um kjör til kirkjuþings.
Nú er komið að því að velja þetta fólk til fjögurra ára, 2022-2026. Þau sem ætla að bjóða sig fram til kirkjuþings skulu tilkynna kjörstjórn
framboð sitt skriflega, eigi síðar en 15. mars 2022.
Rafrænar kosningar fara svo fram fimmtudaginn 12. maí n.k. frá kl. 12.00 til kl. 12.00 þriðjudaginn 17. maí. Þær munu verða auglýsar nánar síðar.
Af þessu tilefni hefur kjörstjórn þjóðkirkjunnar sent frá sér þesa auglýsingu:
(Skjáskot)
Auglýsing um framboð til kirkjuþings.pdf
hsh