Foktjón á kirkjustöðum

23. febrúar 2022

Foktjón á kirkjustöðum

Útihúsin í Stafholti - mynd tekin í gær: Brynjólfur Guðmundsson

Óveðrið sem gengið hefur yfir landið gerir að sjálfsögðu ekki mun á Jóni og sr. Jóni. Það fór um allt landið og veðurhamurinn var mikill.

Víða varð mikið tjón í óveðrinu. Heilu þökin fuku af nokkrum húsum austan og sunnan og dúk-íþróttahús þeirra Hvergerðinga fauk og var það mikið tjón fyrir bæinn. Minna tjón varð þar sem járnplötur fuku af húsum eða losnuðu.

Fyrir utan foktjón í óveðrinu urðu miklar rafmagnstruflanir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Margar línur Landsnets hrukku út og eru margar bilaðar. Tjón Landsnets er sagt hlaupa á tugum milljóna.

Í Stafholti í Vesturlandsprófastsdæmi losnuðu járnplötur af útihúsum. Ekki er búið að meta tjónið að sögn sóknarprestsins, sr. Önnu Eiríksdóttur sem býr í Stafholti. Hún segir að veðrið hafi verið mjög slæmt í gær. „Sem betur slapp íbúðarhúsið,“ segir sr. Anna. Hún segir að veðrið hafi náð nýjum hæðum í sveitinni. 

Stafholtskirkja var reist 1875-1877. 

Enginn búskapur er í Stafholti. 

Þá fuku járnplötur af útihúsum á Skeggjastöðum í aftakaveðrinu. Á Skeggjastöðum er elsta kirkja Austurlands - frá 1845. Víða á Austurlandi varð foktjón, til dæmis fauk heilt þak af íbúðarhúsi á Vopnafirði. Skeggjastaðir eru kirkjujörð en ekki lengur prestssetur.

Einnig fuku járnplötur af útihúsum á fyrrum prestssetursjörðinni Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Fram skal tekið að ekki er kirkja á Syðra-Laugalandi en jörðin er í eigu kirkjunnar.  

Járnplötiur fuku af þaki vélageymslu í Skálholti. 

Öll þessi útihús voru reist fyrir og eftir miðja síðustu öld. 

Arnór Skúlason, verkefnastjóri fasteignasviðs Biskupsstofu, hefur þegar fengið smiði til að sinna lagfæringum þar sem foktjón varð. 

Í lokin má geta þess að fánastöngin við Neskirkju í Reykjavík fauk um koll. 

hsh


Útihúsin í Stafholti eru snotrar byggingar - mynd tekin í nóvember 2020 - hsh


Frá Syðra-Laugalandi


Tré brotnuðu á Syðra-Laugalandi


Frá Skeggjastöðum


Frá Skeggjastöðum


Rúnar Reynisson, skrifstofustjóri Neskirkju, með hún fánastangarinnar sem fauk


Tré 
  • Samfélag

  • Kirkjustaðir

  • Prestsbústaðir

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls