Kallað eftir aðstoð
Lútherska kirkjan í Úkraínu stendur einhuga gegn innrás Rússa í Úkraínu. Kirkjan deilir út hjálpargögnum til fólks og veitir því andlegan stuðning. Þá kallar kirkjan eftir stuðningi Evrópulanda við að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu, tala gegn innrásinni á alþjóðavettvangi og senda sjúkragögn og matvæli.
Pavlo Shvarts, biskup í Lúthersku kirkjunni í Úkraínu, var spurður um ástandið.
Hafa einhverjar kirkjur orðið fyrir árásum og hafa einhverjir úr ykkar röðum fallið?
„Sem betur fer hefur það ekki orðið en mikið uppnám varð hér að sjálfsögðu þegar fréttist af innrásinni en fólk er aðeins farið að jafna sig eftir því sem það er hægt,“ segir sr. Pavlo.
Borgin Kharkiv er ekki langt frá rússnesku landamærunum og flestir íbúanna eru rússneskumælandi. Hvernig er andrúmsloftið þar?
„Það eru nokkuð skiptar skoðanir en í þetta sinn má segja að Rússar eigi ekki eins marga vini hér og áður,“ segir sr. Pavlo, „en auðvitað hefur fólk samskipti sín á milli en það er ekki hægt að tala um vináttu meðan sprengjum rignir yfir fólk. Innrásin hefur haft áhrif á skoðanir fólks og þjappað því saman í baráttunni fyrir landið.“
„Svo að segja ekkert, það er aðeins gegnum persónuleg sambönd. Samúðaryfirlýsingar og skilaboð um að þau muni biðja fyrir okkur. Þau geta ekki sagt meira því annars yrði þeim hótað og þau ofsóttir. Flestir sitja bara undir áróðri stjórnvalda og hreyfa hvorki legg né lið.“
Hvað bíður ykkar svo?
„Ég fer til míns fólks, styð við bakið á því og hugga það. Bið með því. Þá þarf að hjálpa til með mataraðstoð til Kharkiv. Svo fer ég í margar húsvitjanir og þá er netsambandið mikilvægt. Einnig er ég í sambandi við systurkirkjur okkar í útlöndum. Eða í stuttu máli: hversdagslegt starf í þessu skelfilegu aðstæðum – og ég reyni að hjálpa eftir megni,“ segir sr. Pavlo að lokum.
The Lutheran World federation/ Dariusz Bruncz /hsh
Tveir biskupar, frá vinstri sr. Jerzy Samiec, frá Lúthersku kirkjunni í Póllandi, og sr. Pavlo Shvarts, biskup Lúthersku kirkjunnar í Úkraínu. Mynd: LWF/ Dariusz Bruncz.
Lútherska kirkjan í Kænugarði, Kirkja heilagrar Katrínar – mynd: hsh