Kjósum á kirkjuþing: Þau hafa setið á kirkjuþingi
Frestur til að skila inn framboðum til kirkjuþings rennur út 15. mars. Tilkynningu um framboð skal skilað inn ásamt fylgigögnum á netfangið: kirkjan@kirkjan.is
Rafrænar kosningar fara svo fram nk. 12. maí - 17. maí.
Kirkjan.is mun á næstu dögum birta stutt viðtöl við fólk sem setið hefur á kirkjuþing og segir það frá reynslu sinni í stuttu máli.
Kirkjuþing er sterkur lýðræðislegur vettvangur í starfi kirkjunnar. Þau sem sitja á kirkjuþingi hafa ábyrgðarmikið hlutverk sem felst meðal annars í því að hafa vald á hendi, til dæmis í fjármálum kirkjunnar. Seta á kirkjuþingi kallar á heilindi, samviskusemi og ábyrgðartilfinningu.
Fólk sem setið hefur á kirkjuþingi hefur komið úr flestum ef ekki öllum starfsstéttum samfélagsins og unnið gott starf í þágu þjóðkirkjunnar. Karlar og konur, fólk til sjávar og sveitar, þéttbýli og dreifbýli. Fólk á öllum aldri. Þetta hefur sýnt breidd þjóðkirkjunnar og sveigjanleika sem er nauðsynlegur í því fjölbreytta samfélagi sem kirkjan er.
Seta á kirkjuþingi er líka gefandi og ánægjulegt starf þar sem kirkjuþingsfulltrúar eiga gott samfélag og kynnast þjóðkirkjunni á nýjan hátt.
Mér fannst mjög áhugavert að sitja kirkjuþing. Það var gaman að kynnast fólki alls staðar að af landinu og heyra hvað fólk fer oft ólíkar leiðir í safnaðarstarfi.
Hvaða ráð myndir þú gefa þeim sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu á kirkjuþingi?
Ég mæli með að fólk gefi sér góðan tíma til að kynna sér málefni kirkjunnar. Kirkjan er í eðli sínu íhaldssöm stofnun en um leið sveigjanleg og þarf á því að halda að sóknarbörnin taki þátt í að móta starf hennar.
Hvað kom þér mest á óvart í störfum kirkjuþings?
Fyrst kom mér mest á óvart hvað fundir þingsins voru ofboðslega formfastir þingsköp í föstum skorðum en þó fengu þeir sem málglaðastir eru nægan tíma til að tjá sig.
Hvernig fannst þér andrúmsloftið og samstarfsandinn hafa verið á kirkjuþingi?
Andrúmsloftið var mjög gott og þingmenn nýttu kaffitíma vel til að slá á létta strengi. Ég upplifði mikinn og góðan samstarfsvilja á meðal þingmanna.
Er eitthvað eitt sem stendur upp úr í minningunni frá tíma þínum á kirkjuþingi?
Það sem stendur upp úr frá þeim tíma sem ég var á kirkjuþingi eru kynni mín af málefnum kirkjunnar og góðu fólki sem vill þessu stóra samfélagi, sem kirkjan er.
hsh