Fundur kirkjuþings

9. mars 2022

Fundur kirkjuþings

Kirkjuþingsfundur - fjarfundur og þau í Katrínartúni 4 - frá vinstri: Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri kirkjuþings, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Ásdís Clausen, fjármálastjóri, og fjær: Ragnhildur Ásgeirsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri biskupsstofu og Pétur Georg Markan, biskupsritari - mynd af skjá: hsh

Í gær var haldinn stuttur fundur  kirkjuþings 2021-2022, sá 8. í röðinni, og fór hann fram í gegnum fjarfundabúnað.

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, setti fund og bauð fulltrúa velkomna.

Tvennt var á dagskrá:
1. Kosning uppstillingarnefndar, sbr. 18. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021.
2. Kosning fulltrúa í starfskostnaðarnefnd kirkjuþings í stað Önnu Guðrúnar Sigurvinsdóttur.

Forsætisnefnd kirkjuþings samþykkti á fundi sínum þann 24. febrúar 2022 að tilnefna eftirfarandi einstaklinga í uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar og einn fulltrúa í starfskostnaðarnefnd kirkjuþings. Vísað er til 12. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings nr. 10/2021 um tillögur forsætisnefndar um nefndaskipan og breytingar á þeim.

Uppstillingarnefnd, sbr. 18. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021:

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: Egill Heiðar Gíslason, Laugarnessókn
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra: Níels Árni Lund, Grafarholtssókn
Kjalarnessprófastsdæmi: Elín Jóhannsdóttir, Bessastaðasókn,
Vesturlandsprófastsdæmi: Guðrún Kristjánsdóttir, Borgarnessókn
Vestfjarðaprófastsdæmi: Hlynur Hafberg Snorrason, Ísafjarðarsókn
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi: Jóhanna Magnúsdóttir, Bólstaðarhlíðarsókn
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi: Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, Lögmannshlíðarsókn
Austurlandsprófastsdæmi: Ólafur Eggertsson, Berunessókn
Suðurprófastsdæmi: Björn Ingi Gíslason, Selfosssókn

Samþykkt samhljóða.

Starfskostnaðarnefnd, sbr. ályktun kirkjuþings 2020 – 2021 í 42. máli, um skipun starfskostnaðarnefndar kirkjuþings vegna prests- og prófastsþjónustu.

Nefndin var kosin á kirkjuþingi 2020 -2021. Kosin voru kirkjuþingsfulltrúarnir Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, Einar Már Sigurðarson og sr. Gísli Jónasson. Anna Guðrún hefur látið af störfum í nefndinni vegna setu sinnar í framkvæmdanefnd kirkjuþings. Forsætisnefnd stingur upp á Margréti Eggertsdóttur, öðrum varaforseta kirkjuþings sem nýjum fulltrúa í nefndina.

Samþykkt samhljóða. Fundi slitið.

Þegar þingfundi var lokið hófst lokaður kynningarfundur. Þar var kynnt staða fjármála þjóðkirkjunnar 2021 og horfur ársins 2022 – fjármálastjóri þjóðkirkjunnar, Ásdís Clausen, og sr. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, fóru yfir stöðuna. Fundurinn var haldinn samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar kirkjuþings og að ósk formanna fastra þingnefnda kirkjuþings.

Fundarhöldum lauk kl. 11.50 en fundur hófst kl. 10.00.

Kirkjuþing kemur til 9. fundar 26. mars nk.

hsh






  • Fundur

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls