Kjósum á kirkjuþing: Þau hafa setið á kirkjuþingi

12. mars 2022

Kjósum á kirkjuþing: Þau hafa setið á kirkjuþingi

Birgir Rafn Styrmisson

Frestur til að skila inn framboðum til kirkjuþings rennur út 15. mars. Tilkynningu um framboð skal skilað inn ásamt fylgigögnum á netfangið: kirkjan@kirkjan.is 

Rafrænar kosningar fara svo fram nk. 12. maí - 17. maí.

Kirkjan.is mun þar til framboðsfrestur rennur út birta stutt viðtöl við fólk sem setið hefur á kirkjuþing og segir það frá reynslu sinni
.

Kirkjuþing er sterkur lýðræðislegur vettvangur í starfi kirkjunnar. Þau sem sitja á kirkjuþingi hafa ábyrgðarmikið hlutverk sem felst meðal annars í því að hafa vald á hendi, til dæmis í fjármálum kirkjunnar. Seta á kirkjuþingi kallar á heilindi, samviskusemi og ábyrgðartilfinningu.

Fólk sem setið hefur á kirkjuþingi hefur komið úr flestum ef ekki öllum starfsstéttum samfélagsins og unnið gott starf í þágu þjóðkirkjunnar. Karlar og konur, fólk til sjávar og sveitar, þéttbýli og dreifbýli. Fólk á öllum aldri. Þetta hefur sýnt breidd þjóðkirkjunnar og sveigjanleika sem er nauðsynlegur í því fjölbreytta samfélagi sem kirkjan er. 

Seta á kirkjuþingi er líka gefandi og ánægjulegt starf þar sem kirkjuþingsfulltrúar eiga gott samfélag og kynnast þjóðkirkjunni á nýjan hátt.

Birgir Rafn Styrmisson er fæddur á Akureyri 1. nóvember 1950, sonur Kristínar Sigurðardóttur og Styrmis Gunnarssonar, Benediktssonar prests og rithöfundar. Hann er kvæntur Brynhildi Báru Ingjaldsdóttur og eigum þau tvö börn. Birgir Rafn starfaði við prentverk frá árinu1968 - 1977. Gerðist síðan togarasjómaður um tveggja ára skeið. Hóf störf hjá Almennum tryggingum, síðan Sjóvá og starfaði þar til ársins 2018 en þá lét hann af störfum. Hann hefur starfað í sóknarnefnd Akureyrarkirkju, einnig þar sem meðhjálpari og sungið í kór kirkjunnar. Birgir Rafn sat tvö kjörtímabil á kirkjuþingi fyrir Eyjafjarðar- og Þingeyjar prófastsdæmi.

Hvað er áhugaverðast við það að sitja á kirkjuþingi?
Kirkjuþingsfulltrúar og starfsmenn þingsins eru þvílíkt öndvegisfólk að í allri þessari alvöru sem einkennir þinghaldið, var skemmtun að vera þarna innanborðs.

Hvaða ráð myndir þú gefa þeim sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu á kirkjuþingi?
Ef þú hefur áhuga á þingsetu skalt þú vanda framboð þitt. Sendu kjörmönnum persónulegar upplýsingar um þig, og fyrir hvað þú stendur. Hringdu í þá, hvern og einn þegar nær dregur kosningum. Ég fékk mjög góðar viðtökur símtala, fólk hefur almennt mikin áhuga á að ræða málefni kirkjunnar.

Hvað kom þér mest á óvart í störfum kirkjuþings?
Það kom mér á óvart hversu stórt bil var á milli þingsins og kirkjuráðs. Ráðið var oft ekki að fara eftir samþykktum þingsins, eða koma þeim í réttan farveg. Málafátækt var nokkuð áberandi, sömu málin á dagskrá þing eftir þing.

Hvernig fannst þér andrúmsloftið og samstarfsandinn hafa verið á kirkjuþingi?
Starfsandi og andrúmsloft fannst mér notalegt, þó svo að stundum yrðu orðahnippingar sem eðlilegar voru í stórum málum.

Er eitthvað eitt sem stendur upp úr í minningunni frá tíma þínum á kirkjuþingi?
Frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga er stórt í endurminningunni. Lítið sem ekkert hnikuðust þau áfram þing eftir þing.

hsh


  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Menning

  • Skipulag

  • Þing

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls