Kirkjuþing kemur saman

24. mars 2022

Kirkjuþing kemur saman

Þingsalurinn í Katrínartúni 4 - aukakirkjuþingið 2022 verður haldið í gegnum fjarfundabúnað og því hætt við að stólarnir í salnum verði auðir - mynd: hsh

 

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til níunda fundar kirkjuþings 2021-2022, laugardaginn 26. mars kl. 10.00. Fundað verður í Katrínartúni 4, húsakynnum biskupsstofu.

Búist er við því að þingstörfum ljúki um kvöldið og þeim verði svo haldið áfram sunnudaginn 27. mars kl. 9.00. Fundastörf munu og fara fram á mánudeginum 28. mars og stefnt að því að ljúka þeim kl. 17.00 en takist það ekki verður störfum lokið á þriðjudeginum. Streymt verður frá fundum þingsins.

Dagskrá
1. Fundarsetning.
2. Þingmál til fyrri umræðu.
3. Þingmál til seinni umræðu og atkvæðagreiðslu.

Áformað er að halda lokafund kirkjuþings 2021-2022 og slíta síðan kirkjuþinginu, í lok apríl mánaðar nk.

Nýtt kirkjuþing kemur svo saman í haust en framboðsfrestur til þess er nýlega runnin út. Kirkjuþingskosningar verða 12. -17. maí. Þær eru rafrænar.

Kirkjan.is mun greina frá störfum þingsins.

hsh


  • Fundur

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls