Glæsileg samstöðumessa

27. mars 2022

Glæsileg samstöðumessa

Alexandra Chernyshova syngur við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur - mynd: hsh

Í morgun fóru fram nokkrar samstöðumessur með úkraínsku þjóðinni vegna innrásar rússneska hersins í landið fyrir um mánuði.

Það var margt um manninn í Fella- og Hólakirkju og auk þess sem messunni var streymt beint.

Tónlist skipaði öndvegi í messunni. Kór kirkjunnar söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista, sálma og einnig þjóðsöng Úkraínu. Grímur Helgason lék á klarínett. Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, söng af sínum alkunna krafti og þokka. Þá sungu þær Lay Low og Alexandra Chernyshova.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónaði í messunni og prédikaði.

Fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, Kristín Ólafsdóttir, sagði frá hjálparstarfi í Úkraínu og sýndi myndir. Viðstöddum gafst tækifæri til að styðja Hjálparstarfið með fjárframlögum.

Segja má að umbúnaðurinn í þessari messu hafi verið óvenju glæsilegur. Tónlist í fremstu röð, góð fræðsla og uppbyggileg prédikun.

Í lokin var boðið upp á kaffihressingu.

hsh

 


Arnhildur Valgarðsdóttir stýrði söng og lék á flygilinn


Kristín Ólafsdóttir sagði frá hjálparstarfi í Úkraínu


Lay Low söng


Diddú söng líka og Grímur Helgason lék á klarínett


Alexandra Chernyshova söng

 söng
Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónaði í samstöðumessunni


  • Hjálparstarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls