Prestsstarf í Austfjarðaprestakalli
Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Austfjarðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.
Sjá auglýsingu um starfið í heild sinni hér.
Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 4/2021 og starfsreglna um presta nr. 1110/2011.
Austfjarðaprestakall nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri. Það var til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019, Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Djúpavogsprestakalls, Heydalaprestakalls og Fáskrúðsfjarðarprestakalls. Prestakallið nær yfir stórt svæði og m.a. tvö sveitafélög.
Í Austfjarðaprestakalli eru ellefu sóknir, allar með sóknarkirkju – sóknirnar eru: Hofssókn í Álftafirði, Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Heydalasókn, Stöðvarfjarðarsókn, Fáskrúðsfjarðarsókn /Kolfreyjustaðasókn, Reyðarfjarðarsókn, Eskifjarðarsókn, Eskifjarðarsókn, Norðfjarðarsókn, og Brekkusókn.
Prestar prestakallsins eru í miklu samstarfi og þjóna öllu prestakallinu, en samstarfssamningur kveður nánar á um skiptingu verkefna og hver prestur er tengiliður við ákveðnar sóknarnefndir. Nýr prestur hefur sérstakar skyldur við Norðfjarðarsókn og Eskifjarðarsókn auk fjölmargra annarra verkefna í prestakallinu.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol./cand.theol.- prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu.
Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 698 4958 eða á netfangið sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is
Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. apríl 2022. Sækja ber rafrænt um starfið á hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti. Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.
hsh