Laust starf á Landspítala
Kirkjan.is vill vekja athygli á þessari auglýsingu frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi:
Landspítali auglýsir laust starf sjúkrahúsprests eða sjúkrahúsdjákna við Landspítala. Umsækjendur þurfa að hafa sérhæft nám í sálgæslu (CPE) eða sambærilegt nám, hafa lokið mag. theol. - eða djáknanámi og hlotið embættisgengi. Jafnframt er æskilegt að viðkomandi hafi góða starfsreynslu sem prestur eða djákni. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júní 2022 eða eftir samkomulagi.
Störf við deild sálgæslu presta og djákna á Landspítala. Starfsvettvangur viðkomandi er þjónusta við deildir spítalans. Sálgæslan sinnir öllum sviðum spítalans og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum.
Hæfniskröfur
Mag. theol. - eða djáknanám ásamt embættisgengi
Framhaldsmenntun í sérhæfðri sálgæslu (CPE) eða sambærileg menntun
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
Rík þjónustulund og jákvætt viðmót.
Frekari upplýsingar um starfið:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi (ef við á) auk kynningarbréfs.
Ráðning byggir meðal annars á innsendum gögnum og viðtölum.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, prestur, djákni.
Starfshlutfall er -100%.
Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2022.
Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Rúnar Matthíasson - gmatt@landspitali.is - 824-5501
hsh