Fundur kirkjuþings

28. apríl 2022

Fundur kirkjuþings

Fjarfundur kirkjuþings settur í Katrínartúni 4. Frá vinstri forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri kirkjuþings, Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðngur kirkjuþings, og Hermann Björn Erlingsson, verkefnastjóri tæknimála á Biskupsstofu - mynd: hsh

Búist er við því að fundur kirkjuþings standi ekki lengi. Þetta er fjarfundur og frá honum er streymt.

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, boðaði til fundar kirkjuþings fyrir skömmu. Þar sem kirkjuþingi var slitið fyrir nokkru þarf að setja nýtt þing og slíta því nokkru síðar. Það er óvenjulegt.

Kosning til nýs kirkjuþings mun standa yfir 12.-17. maí næstkomandi.

Aðeins eitt mál er á dagskrá kirkjuþingsfundarins:

1. mál
Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. Frestun gildistöku sameiningar Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakalla í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi í eitt prestakall, Húnavatnsprestakall. Málið er flutt af forsætisnefnd.

Kirkjuþing 2021 – 2022 samþykkti ofangreinda sameiningu á fundi sínum 28. mars sl. og öðlast hún gildi 1. maí 2022. Við afgreiðslu málsins (nr. 30) komu fram tvö nefndarálit, álit meirihluta og álit minnihluta. Tilefni þessa er erindi formanna sóknarnefnda Blönduóss-, Hvammstanga-, Höfða- og Þingeyrasókna, dags. 5. apríl 2022 til forseta kirkjuþings, forsætisnefndar þingsins og biskups Íslands.

Að höfðu samráði við biskup Íslands hefur forsætisnefnd ákveðið að leggja til að sameiningin öðlist gildi 1. janúar 2023 þannig að tími gefist til að bregðast við erindinu. 

Tillagan var felld með 11 atkvæðum gegn 10. Tveir sátu hjá. Alls greiddu 23 atkvæði. Sameiningin tekur því gildi 1. maí n.k. Þá verður Húnavatnsprestakall til. 

Forseti sleit fundi kl. 10.38 og óskaði þingfulltrúum gleðilegs sumars.

hsh


Fjarfundur kirkjuþings – Stefán Magnússon flytur ræðu


Atkvæðagreiðsla á fjarfundi kirkjuþings

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls