Vegna kosningar vígslubiskups á Hólum

6. maí 2022

Vegna kosningar vígslubiskups á Hólum

Auglýsingum framlagningu kjörskrár og tilnefningar vegna kosningar vígslubiskups á Hólum, sbr. 9. og 11. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022.

Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups á Hólum hefur verið samþykkt og verður lögð fram 6. maí 2022. Viðmiðunardagur skilyrða kosningarréttar er 28. apríl 2022.

Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri https://kirkjan.is/vígslubiskup/kjörskrá hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill. Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en fimm sólarhringum áður en tilnefning hefst. Athugasemdir skulu sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is
Tilnefningin verður rafræn. Hún hefst kl. 12:00 hinn 19. maí 2022 og lýkur kl. 12:00 hinn 24. maí 2022. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. ofangreindar starfsreglna.

Rétt til að tilnefna hafa vígðir einstaklingar sem kosningarréttar njóta auk leikmanna á kirkjuþingi, þ.e.:
• Þjónandi prestar eða djáknar íslensku þjóðkirkjurnar er tilheyra prófastsdæmum sem eru í Hólaumdæmi.
• Þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og sem starfa í Hólaumdæmi
• Kirkjuþingsmenn.
• Vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
• Vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.

Áætlað er að kosning vígslubiskups á Hólum hefjist kl. 12:00 hinn 23. júní 2022 og ljúki kl. 12:00 hinn 30. júní 2022.

Reykjavík, 6. maí 2022
f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
Anna M. Karlsdóttir, formaður.


  • Kosningar

  • Vígslubiskup

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls