Kirkja og samfélag

10. maí 2022

Kirkja og samfélag

Frá vinstri: Helgi Gunnlaugsson, Sigurður Árni Þórðarson, Arndís Vilhjálmsdóttir, Halldór Valur Pálsson, Sigríður Birna Sigvaldadóttir og Sigrún Margrétar Óskarsdóttir - mynd: hsh

Hallgrímskirkja hefur haldið mörg málþing þar sem tekið hefur verið á ýmsum málum. Ekkert er kirkjunni óviðkomandi og þess vegna hefur verið fjallað um menningar- og samfélagsmál á málþingunum. Þingin hafa verið vel sótt og fengið góða athygli; verið gefandi og vakið þátttakendur til umhugsunar.

Á sunnudaginn var haldið málþing og yfirskrift þess var: Fangelsisvist: Refsing eða endurhæfing? Þingið var haldið eins og jafnan í beinu framhaldi af messu þar sem sóknarpresturinn dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikaði og þjónaði ásamt fangapresti þjóðkirkjunnar, sr. Sigrúnu Óskarsdóttur.

Í messunni var Hallgrímskirkju afhent allstórt líkan af Hallgrímskirkju sem fangi nokkur hannaði og gerði úr grillpinnum. Það var Fangaverk sem gaf líkanið og Auður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Fangaverks.

Málþingið var haldið að tilhlutan Hallgrímskirkju og í samstarfi við fangaprest þjóðkirkjunnar. Margir spennandi og eftirtektarverðir fyrirlestrar voru fluttir.

Syðri salurinn í Hallgrímskirkju var þéttsetinn og augljóst að mikill áhugi var á málefninu. Fólk spurði fyrirlesaranna fjölda spurninga og var augljóslega tilbúið í umræður um efnið. 

Sigríður Hjálmarsdóttir stjórnaði málþinginu af mikilli röggsemi. Dr. Sigurður Árna Þórðarson flutti ávarp í upphafi þingsins. Hann lagði mikla áherslu á manngildið og tengsl þess við kristna trú. 

Þessir fyrirlesarar fluttu erindi: 
Í fangelsi var ég...: sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, fangaprestur
Um vinnu fanga: Halldór Valur Pálsson, fangelsisstjóri
Áskoranir í geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsa: Arndís Vilhjálmsdóttir, geðheilbrigðisteymi fangelsa
Hvað segja fræðin? Dr. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við H.Í.
Að koma aftur í samfélagið: Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga
Stuðningur eftir afplánun: Sigríður Birna Sigvaldadóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum.

hsh

Hér má sjá nokkrar myndir frá málþinginu


Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, fangaprestur þjóðkirkjunnar - Sigríður Hjálmarsdóttir, fundarstjóri, situr við borðið


Halldór Valur Pálsson, fangelsisstjóri


Arndís Vilhjálmsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur


Dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor


Dr. Helgi leggur áherslu á orð sín og hlustað er með athygli


Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga


Sigríður Birna Sigvaldadóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum


Frummælendur og sóknarpresturinn


Þráinn B. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, fangahjálpar, var einn af þeim sem lagði fram spurningu á þinginu


Á málþinginu voru sýnsihorn af ýmsu er fangar hafa unnið


Hallgrímskirkja úr grillpinnum er til sýnis í kirkjunni - fangi gerði líkanið


  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Fræðsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls