Safnaðarferðir

16. maí 2022

Safnaðarferðir

Að sjálfsögðu var farið í kapelluna í Vatnaskógi, frá vinstri: sr. Magnús Björn og Ársæll - mynd: Vigdís V. Pálsdóttir

Á vorin hafa margir söfnuðir þann sið að fara í safnaðarferðir. Bæði eru það almennar ferðir fyrir alla og svo sérstakar ferðir fyrir eldri borgara. Þetta eru dagsferðir og eru vel sóttar. Farið er á ýmsa staði og notið leiðsagnar kunnugra um þá.

Kórónuveiran sló á þessar ferðir eins og svo margt annað. En nú er sá tími liðinn og fólk getur um frjálst höfuð strokið. Og lagst í ferðalög!

Safnaðarfólk í Breiðholtssókn fór um síðustu helgi í ferð á hinn fræga og kunna stað, Vatnaskóg. Sú hefð hefur orðið til að fólk úr Alþjóðlega söfnuðinum er einnig með í för. Lögð hefur verið áhersla á að barnafjölskyldur taki þátt í safnaðarferðinni.

Sr. Magnús B. Björnsson sá um ferðina og fararstjórn og túlkaði yfir á ensku. Prestar Alþjóðlega safnaðarins, þau sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, voru með í ferðinni sínu fólki til halds og trausts.

Þegar í Vatnaskóg var komið tók Ársæll Aðalbergsson og starfsfólk eldhússins á móti fólki. Farið var um staðinn og sagði Ársæll frá honum og sögu hans.

Margt er að sjá í Vatnaskógi en þar hefur uppbygging verið mikil á síðustu áratugum. Þar eru reknar einar glæsilegustu sumarbúðir landsins. Starfið í Vatnaskógi nýtur mikilla vinsælda og eftirsókn í sumarbúðirnar er gríðarleg.

Hópurinn var heppinn með veður og afar ánægður með ferðina og allan viðurgjörning. Börnin voru sérstaklega ánægð en þau fengu að prófa ýmis leiktæki sem eru í Vatnaskógi. Hoppukastalinn hinn vinsæli var auðvitað á sínum stað.

„Rigningin kom þegar við nálguðumst bæinn,“ sagði Vigdís V. Pálsdóttir hress í bragði við tíðindamann kirkjunnar.is.

Um fimmtíu manns tóku þátt í ferðinni.

hsh


Bátarnir í Vatnaskógi eru mjög vinsælir 


Veitingar í Vatnaskógi eru ætíð heimilislegar og góðar


Hoppukastalinn heillar börn og fullorðna


  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls