Hjördís Perla ráðin
Landspítali auglýsti fyrir nokkru laust starf sjúkrahúsprests eða sjúkrahúsdjákna við spítalann. Um var að ræða heilt starf og starfið veitt frá 1. júní n.k.
Umsóknarfrestur rann út 22. apríl síðastliðinn.
Hjördís Perla Rafnsdóttir, mag. theol., var ráðin til starfans.
Hjördís Perla er fædd 1986 og uppalin í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hún tók BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands 2011 og BA-próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2017. Mag. theol.-prófi lauk hún frá Háskóla Íslands 2021.
Hún bjó í útlöndum í átta ár, 2011-2019, ásamt eiginmanni sínum, Kára Árnasyni, en hann starfaði sem atvinnumaður í fótbolta í Skotlandi, Englandi, Svíþjóð, Kýpur og á Tyrklandi.
Eiginmaður Hjördísar Perlu er viðskiptafræðingur og yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnudeild Víkings. Þau eiga tvö börn.
Hann sinnir m.a. sálgæslu og helgihaldi og starfar í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum.
Störf við deild sálgæslu presta og djákna á Landspítala
Starfsvettvangur viðkomandi er þjónusta við deildir spítalans. Sálgæslan sinnir öllum sviðum spítalans og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum.
hsh