Bætist í græna hópinn

22. maí 2022

Bætist í græna hópinn

Afhending viðurkenningarskjals um að Víðistaðasöfnuður sé orðinn grænn - frá vinstri sr. Axel Árnason Njarðvík, Benedikt Sigurðsson og sr. Bragi J. Ingibergsson - mynd: Víðistaðakirkja

Nýlega bættist Víðistaðasókn í Hafnarfirði í hóp grænna safnaða. Eru þeir nú orðnir sjö að tölu. Á grænni leið eru fjórtán söfnuðir.

Verkefnið hefur staðið yfir í nokkur ár og mjakast hægt og örugglega áfram. Það eru á þriðja hundrað sóknir (söfnuðir) í landinu og þær eru misfjölmennar.

Verkefnið Græna kirkjan er nú í höndum sr. Axels Árnasonar Njarðvík, héraðsprests.

Um hvað snýst græna kirkjan?
Að efla vitund sóknarbarna um grænar áherslur í kirkjustarfi.
Að efla vistvæna þætti í rekstri safnaða, kirkju og safnaðarheimila.
Að efla jákvæða umræðu um umhverfismálin.
Að huga að umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

Til að hljóta viðurkenninguna kirkja á grænni leið þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið Græni söfnuðurinn okkar.

Viðkomandi söfnuður þarf að tileinka sér umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Söfnuðurinn þarf að spyrja sig hvar hann geti komið að umhverfisvænum innkaupum í öllum rekstri sínum. Þetta nær líka til alls starfsins í kirkjunum, boðunar og fræðslu. Með því móti getur söfnuðurinn gengið í takt við samfélag sitt.

Þetta eru grænir söfnuðir:
1. Árbæjarsókn
2. Breiðholtssókn
3. Seltjarnarnessókn
4. Grafarvogssókn
5. Hallgrímssókn
6. Stykkishólmssókn
7. Víðistaðasókn.

Eftirtaldir fjórtán söfnuðir eru á grænni leið:
1. Ástjarnarsókn
2. Bessastaðasókn
3. Digranessókn
4. Garðasókn
5. Glerársókn
6. Hjallasókn
7. Kársnessókn
8. Keflavíkursókn
9. Langholtssókn
10. Lágafellssókn
11. Nessókn í Reykjavík
12. Háteigssókn
13. Selfosssókn
14. Seljasókn.

Í þessum hópi er einnig Biskupsstofa

Nú þurfa söfnuðir sem ekki hafa hugað að þessu að  bretta upp ermar og hefjast handa um að koma sér á hina grænu leið eða vinda sér í einu vetfangi í hóp grænna kirkna.

Aths. Telji einhver safnaðar ógetið sem er grænn eða á grænni leið óskast upplýsingar um það sendar á: hreinn@biskup.is og verður fréttin þá uppfærð.

hsh


  • Samfélag

  • Umhverfismál

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Skipulag

  • Kirkjustarf

  • Trú

  • Fréttin er uppfærð

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls