Lögfræðingur óskast

23. maí 2022

Lögfræðingur óskast

Merki þjóðkirkjunnar

Þjóðkirkjan óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing í fjölbreytt og krefjandi starf sem snýr fyrst og fremst að fasteignasviði.

Um er að ræða fullt starf með starfsstöð í Reykjavík og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsýsla og hagsmunagæsla vegna fasteigna og jarða kirkjunnar 
Gerð og yfirlestur ýmissa samninga
Lögfræðiráðgjöf og önnur verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur: 
Embættis eða meistarapróf í lögfræði
Reynsla og/eða þekking á fasteignaskráningu og þinglýsingum
Þekking á félaga- og skattarétti er kostur
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Sveigjanleiki í starfi og góð skipulagsfærni
Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.


Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Vakin er athygli á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.

Nánari upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Sækja um starfið.

Auglýsing/hsh


  • Frétt

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Auglýsing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls