Lögfræðingur óskast
Þjóðkirkjan óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing í fjölbreytt og krefjandi starf sem snýr fyrst og fremst að fasteignasviði.
Um er að ræða fullt starf með starfsstöð í Reykjavík og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Umsýsla og hagsmunagæsla vegna fasteigna og jarða kirkjunnar
Gerð og yfirlestur ýmissa samninga
Lögfræðiráðgjöf og önnur verkefni.
Embættis eða meistarapróf í lögfræði
Reynsla og/eða þekking á fasteignaskráningu og þinglýsingum
Þekking á félaga- og skattarétti er kostur
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Sveigjanleiki í starfi og góð skipulagsfærni
Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Vakin er athygli á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.
Nánari upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Auglýsing/hsh