30. maí 2022
Þau sóttu um
Kirkjan á Borg á Mýrum - mynd: Sigurður Ægisson
Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir sóknarpresti til þjónustu í Borgarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 26. maí.
Alls sóttu fimm um og einn umsækjandi óskaði nafnleyndar:
Sr. Bryndís Svavarsdóttir
Heiðrún Helga Back, mag. theol.
Sr. Kristján Arason
Fimmti umsækjandinn, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, hefur dregið umsókn sína til baka.
Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf 1. október nk.
Borgarprestakall
Borgarprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi og nær nú yfir fimm sóknir á Mýrum.
Prestakallið er í Borgarbyggð. Prestssetur er á Borg. Prestakallið nær yfir hluta Borgarhrepps, Borgarnes, Álftaneshrepp og hluta Hraunhrepps, sem nú tilheyra Borgarbyggð.
Í prestakallinu eru fimm sóknarkirkjur: Álftártungukirkja, Akrakirkja, Álftaneskirkja, Borgarkirkja og Borgarneskirkja.
Samkvæmt þjóðskrá 1. desember 2021 voru skráðir íbúar í Borgarprestakalli 2363 talsins. Þar af voru 1691 skráðir í Þjóðkirkjuna og 1352 gjaldendur (16 ára og eldri).
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Borgarprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi og nær nú yfir fimm sóknir á Mýrum.
Prestakallið er í Borgarbyggð. Prestssetur er á Borg. Prestakallið nær yfir hluta Borgarhrepps, Borgarnes, Álftaneshrepp og hluta Hraunhrepps, sem nú tilheyra Borgarbyggð.
Í prestakallinu eru fimm sóknarkirkjur: Álftártungukirkja, Akrakirkja, Álftaneskirkja, Borgarkirkja og Borgarneskirkja.
Samkvæmt þjóðskrá 1. desember 2021 voru skráðir íbúar í Borgarprestakalli 2363 talsins. Þar af voru 1691 skráðir í Þjóðkirkjuna og 1352 gjaldendur (16 ára og eldri).
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.
hsh