Seljasókn á grænni leið

4. júní 2022

Seljasókn á grænni leið

Ánægjustund - Seljakirkja komin á græna leið - frá vinstri: Árni Helgason, ritari sóknarnefndar, og sr. Axel Árnason Njarðvík, verkefnisstjóri umhverfismála hjá þjóðkirkjunni - mynd: Ólafur Sævarsson

Nýlega bættist Seljasókn í Breiðholti í hóp safnaða sem eru á grænni leið. Þetta er fimmtándi söfnuðurinn sem heldur út þá gæfuleið. Grænir söfnuðir eru hins vegar sjö að tölu.

Þriðjudaginn 24. maí afhenti sr. Axels Árnasonar Njarðvík, verkefnisstjóri umhverfismála hjá þjóðkirkjunni, Árna Helgasyni, ritara sóknarnefndar Seljakirkju, viðurkenningu um að söfnuðurinn væri kominn á græna leið.

Það er alltaf ánægjuefni þegar söfnuðir fara að huga að hinum grænu málum. Græna leiðin og græni söfnuðurinn eru kjörin tækifæri til að virkja safnaðarmeðlimi í því að ræða umhverfismál og taka virkan þátt í þeim.

Verkefnið hefur staðið yfir í nokkur ár og mjakast hægt og örugglega áfram. Það eru á þriðja hundrað sóknir (söfnuðir) í landinu og þær eru misfjölmennar.

Um hvað snýst græna kirkjan?
Að efla vitund sóknarbarna um grænar áherslur í kirkjustarfi.
Að efla vistvæna þætti í rekstri safnaða, kirkju og safnaðarheimila.
Að efla jákvæða umræðu um umhverfismálin.
Að huga að umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

Til að hljóta viðurkenninguna kirkja á grænni leið þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið Græni söfnuðurinn okkar.

Viðkomandi söfnuður þarf að tileinka sér umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Söfnuðurinn þarf að spyrja sig hvar hann geti komið að umhverfisvænum innkaupum í öllum rekstri sínum. Þetta nær líka til alls starfsins í kirkjunum, boðunar og fræðslu. Með því móti getur söfnuðurinn gengið í takt við samfélag sitt.

Þetta eru grænir söfnuðir:
1. Árbæjarsókn
2. Breiðholtssókn
3. Seltjarnarnessókn
4. Grafarvogssókn
5. Hallgrímssókn
6. Stykkishólmssókn
7. Víðistaðasókn.

Í þessum hjópi er einnig Biskupsstofa

Eftirtaldir fjórtán söfnuðir eru á grænni leið:
1. Ástjarnarsókn
2. Bessastaðasókn
3. Digranessókn
4. Garðasókn
5. Glerársókn
6. Hjallasókn
7. Kársnessókn
8. Keflavíkursókn
9. Langholtssókn
10. Lágafellssókn
11. Nessókn í Reykjavík
12. Háteigssókn
13. Selfosssókn
14. Seljasókn.

Nú þurfa söfnuðir sem ekki hafa hugað að þessu að bretta upp ermar og hefjast handa um að koma sér á hina grænu leið eða vinda sér í einu vetfangi í hóp grænna kirkna.

Grænn söfnuður og söfnuður á grænni leið. 

hsh


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls