Djáknastarf laust
Biskup Íslands auglýsir eftir djákna til þjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkur¬prófastsdæmi eystra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. september næstkomandi.
Sjá auglýsinguna í heild sinni hér.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 17. júlí 2022.
Um val á umsækjendum er vísað til leiðbeinandi reglna biskups Íslands við ráðningu djákna sem birtar eru á heimasíðu kirkjunnar hér.
Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli og starfsreynslu og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun sem nýtist í starfi. Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið djáknafræði frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu.
Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna. .
Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um djákna.
Sækja ber rafrænt um starfið hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
Upplýsingar um starfið veitir prófastur, sr. Bryndís Malla Elídóttir, netfang: brnyndis.malla.elidottir@kirkjan.is, sími: 892 2901. Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000, eða senda póst á jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.
hsh