Erlend frétt: Hver er Júdas?
Í vikunni gripu fimm róttækir umhverfissinnar til þeirra ráða að líma sig fasta við fimm hundruð ára gamla mynd af síðustu kvöldmáltíðinni í London Royal Academy. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem listsýning er trufluð með þessum hætti.
Myndin er þriggja metra löng og er eftirmynd af hinni frægu mynd Leonardo da Vinci (1452-1519). Hún er nánast jafnstór frummyndinni sem er freskumynd í Santa Maria delle Grazie-kirkjunni í Mílanó á Ítalíu.
Umhverfisspjöllum af völdum olíunotkunar. Einn mótmælenda greip til þeirrar túlkunar að breska ríkisstjórnin væri Júdas í þessu tilviki gagnvart framtíðarkynslóðum. Það sem hefði dregið mótmælendur að þessu stórfenglega listaverki og merkingu þess væri að framtíð þeirra hefði samhljóm með þeirri þjáningu sem biði frelsarans – eða með öðrum orðum að framtíðarkynslóðin yrði krossfest.
Málað var undir myndina: „Ekki nýja olíu. (No new oil.)
Einn mótmælendanna, listfræðinemandi, sagði að mengun jarðar væri orðin svo mikil að framtíðin væri að ganga úr greipum ungs fólks. Þetta væri síðasta tækifærið til að vekja athygli á umhverfisspjöllum og vísaði til minnis síðustu kvöldmáltíðarinnar.
Hvað sem fólki kann að þykja um tiltæki umhverfissinnanna þá hefur hin glæsilega kvöldmáltíðarmynd fengið óvænta athygli í nýju samhengi. Myndir af henni hafa birst víða í fjölmiðlum í tengslum við þessi mótmæli gegn umhverfisvá.
Þótt kirkjunnar fólki grípi sjaldnast til róttækra aðgerða sem þessara þá hafa margir í hópi þess látið í ljós alvarlegar áhyggjur vegna ískyggilegrar þróunar í umhverfismálum.
Búist er við frekari mótmælum í þessa veru og hafa listasöfn varann á sér. Mótmælin hófust í síðastliðnum apríl og sagði kirkjan.is til dæmis frá því hér.
The Guardian/The Daily Telegraph/hsh
Upprunalega myndin, freska, í Santa Maria delle Grazie-kirkjunni í Mílanó á Ítalíu