Helgihald og hreyfing
Ekkert jafnast á við fegurð íslenska sumarsins hvort heldur í sveit eða borg. Allt hefur sinn sérstaka svip og ilm.
Takturinn breytist í kirkjustarfi á sumrin og leitast er við að samræma útivist í heilnæmu sumrinu og helgihald.
Kársnessókn bryddar upp á þeirri nýjung í safnaðarstarfi sínu að fara í bænagöngu. Sr. Sigurður Arnarson skipuleggur gönguna með kirkjuverðinum og einum messuþjóni. Þeir munu lesa bænir og ritningarlestra.
Fyrsta bænagangan verður nú á sunnudaginn 10. júlí kl. 11.00. Gengið verður frá Kópavogskirkju.
Bæn er hvort tveggja í senn einstaklingsbundin athöfn og samfélagsleg. Í bænagöngu getur hver beðið með öðrum og sjálfum sér jafnframt.
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
(Hallgrímur Pétursson).
Bænagangan hefst í Kópavogskirkju með stuttri bæn og að henni lokinni er svo haldið á nokkra valda staði á sunnanverðu Kársnesinu.
Kársnesskóli, við göngustíg sunnan megin á Kársnesi
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
Menningarhúsin við Borgarholt.
Fólk er hvatt til að mæta og klæða sig eftir veðri.
Sr. Sigurður segir að í næstu bænagöngum verði farið á aðra staði á Kársnesinu.
hsh
.