Glæsilegt orgelsumar

19. ágúst 2022

Glæsilegt orgelsumar

Björn Steinar Sólbergsson, organisti - mynd: hsh

Orgelsumar í Hallgrímskirkju hófst í júlíbyrjun og lýkur nú 21. ágúst á Menningarnótt í Reykjavík.

Á morgun, laugardaginn 20. ágúst, verður orgelmaraþon í Hallgrímskirkju milli kl. 14. 00-18.00. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar, kemur fram með vöskum hópi fyrrum nemenda sinna.

Fyrrum nemendur Björns Steinar sem koma fram:
Arngerður María Árnadóttir, Arnór Vilbergsson, Elísabet Þórðardóttir, Erla Rut Káradóttir, Eyþór Franzson Wechner, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason, Jónas Þórir Þórisson, Julian Edward Isaacs, Kári Allansson, Kjartan Jósefsson Ognibene, Matthías Harðarson¬, Stefán Helgi Kristinsson, Steinar Logi Helgason, Sveinn Arnar Sæmundsson, Tómas Guðni Eggertsson, Tuuli Rähni, Örn Magnússon.
Tónlistin sem flutt verður er fjölbreytileg og hreyfir við öllum.

Þá verður einnig dagskrá fyrir börn milli kl. 14.00 og 16.00 undir heitinu: Barnahendur í Hallgrímskirkju.

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 17.00 verða svo lokatónleikar orgeldaganna. Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju, kemur fram ásamt Cantores Islandiæ og karlaröddum úr Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar. Tónlistin sem flutt verður hefur yfirskriftina: Orgel & Gregorsöngur og er eftir Maurice Duruflé, Pál Ísólfsson, César Franck og Charles Tourmermire.

Hægt er að fá miða við innganginn, 3.000 kr.

Einnig á Tix.

hsh
  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls