Barnastarf kirkjunnar hefst á ný
Nú er barnastarf kirkjunnar að hefjast víða um land eftir sumarfrí og samkomutakmarkanir.
Í mörgum kirkjum hófst sunnudagaskólinn þann 4.september.
Yfirskrift vetrarins er „Í öllum litum regnbogans.“
Nafnið er fengið úr líflegu sunnudagaskólalagi eftir Þorleif Einarsson, en söngkonan Regína Ósk flytur það ásamt börnum.
Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar samdi og tók saman fræðsluefni vetrarins en myndlistarkonan Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti biblíusögumyndir sem börnin fá að gjöf þegar þau koma í sunnudagaskólann. Myndunum safna þau í litla fjársjóðskistu sem þau fá einnig að gjöf frá kirkjunni sinni.
Útbúnar hafa verið skemmtilegar auglýsingar í teiknimyndastíl sem kirkjur geta nýtt til að auglýsa barnastarfið. Auglýsingarnar gerði hönnuðurinn Sigrún Hanna Ómarsdóttir.
slg