29. september 2022
Afar fjölmennt fermingarbarnamót
Fermingarbörn í ÞorgeirskirkjuFermingarstarfið í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er komið í fullan gang og hófst það með miklu móti á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Börnin komu allt frá Dalvík og austan úr Mývatnssveit, frá Húsavík, Öxarfirði og Þórshöfn.
Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Hafdísi Davíðsdóttur, sem nýlega var vígð til prestsþjónustu í Laufásprestakalli og bað hana um að segja frá mótinu:
Sr. Hafdís sagði að alls 240 börn hafi komið á mótið.
„Við byrjuðum úti í alls kyns útileikjum og héldum svo heljarinnar pizzuveislu. Förinni var svo heitið inn í skólann þar sem prestarnir voru með alls konar smiðjur og gátu börnin valið sér allt að 3 smiðjur.
Í boði var útismiðja þar sem farið var í göngutúr, föndursmiðja þar sem búinn var til fáni fyrir Úkraínu, bænasmiðja þar sem búin voru til bænaarmbönd, jógasmiðja, dramasmiðja, hjálparstarfs smiðja þar sem hjálparstarf kirkjunnar var kynnt var fyrir börnunum, klikksmiðja þar sem farið var yfir lífið með alls kyns andlegum heilsukvillum, tónlistarsmiðja þar sem börnin lærðu sálma og svo hamingjusmiðja þar sem góðar sögur voru sagðar úr fermingarstarfi.“
Mótinu lauk í Þorgeirskirkju þar sem haldin var helgistund. Sungnir voru sálmar sem börnin í tónlistarsmiðjunni voru búin að æfa og sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík flutti hugleiðingu fyrir börnin.
Að lokum sagði sr. Hafdís: „Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð þrátt fyrir mikin vind úti og voru allir prestarnir mjög stoltir af þessum frábæra hópi fermingarbarna“
slg
Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Hafdísi Davíðsdóttur, sem nýlega var vígð til prestsþjónustu í Laufásprestakalli og bað hana um að segja frá mótinu:
Sr. Hafdís sagði að alls 240 börn hafi komið á mótið.
„Við byrjuðum úti í alls kyns útileikjum og héldum svo heljarinnar pizzuveislu. Förinni var svo heitið inn í skólann þar sem prestarnir voru með alls konar smiðjur og gátu börnin valið sér allt að 3 smiðjur.
Í boði var útismiðja þar sem farið var í göngutúr, föndursmiðja þar sem búinn var til fáni fyrir Úkraínu, bænasmiðja þar sem búin voru til bænaarmbönd, jógasmiðja, dramasmiðja, hjálparstarfs smiðja þar sem hjálparstarf kirkjunnar var kynnt var fyrir börnunum, klikksmiðja þar sem farið var yfir lífið með alls kyns andlegum heilsukvillum, tónlistarsmiðja þar sem börnin lærðu sálma og svo hamingjusmiðja þar sem góðar sögur voru sagðar úr fermingarstarfi.“
Mótinu lauk í Þorgeirskirkju þar sem haldin var helgistund. Sungnir voru sálmar sem börnin í tónlistarsmiðjunni voru búin að æfa og sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík flutti hugleiðingu fyrir börnin.
Að lokum sagði sr. Hafdís: „Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð þrátt fyrir mikin vind úti og voru allir prestarnir mjög stoltir af þessum frábæra hópi fermingarbarna“
slg