Forseti Lúterska heimssambandsins heimsækir Ísland

12. október 2022

Forseti Lúterska heimssambandsins heimsækir Ísland

Dr. Panti Filibus Musa

Forseti Lútherska Heimssambandsins dr. Panti Filibus Musa, erkibiskup Lútersku Kristskirkjunnar í Nígeríu (LCCN) heimsækir Ísland í boði Þjóðkirkjunnar og Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Hringborðs Norðurslóða, dagana 12. – 17. október næstkomandi.

Dr. Musa tekur þátt í samtali um trú og umhverfisvísindi í Skálholti þann 12. október.

Hann verður einnig þátttakandi í málstofu á Hringborði Norðurslóða í Hörpu fimmtudaginn 13. október kl. 19:00.

Þar bera biskupar frá Grænlandi, Íslandi og Nígeríu saman horfur í umhverfismálum á Norðurslóðum og í Afríku, í ljósi trúarviðhorfa og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Ásamt Musa taka þátt í samræðunni frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og Grænlandsbiskup, frú Paneeraq Siegstad Munk.

Stjórnandi umræðunnar er dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, en skipuleggjendur málstofunnar eru Þjóðkirkjan, Stofnun Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun og Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ.

Samtal Ólafs Ragnars og forseta LWF

Laugardaginn 15. október kl. 17:00 heldur dr. Musa erindi á allsherjarfundi Hringborðs norðurslóða um kristindóminn og viðhorf Afríkubúa og Lútherska heimssambandsins til loftslagsbreytinga.

Að því loknu tekur dr. Ólafur Ragnar Grímsson við spurningum úr sal til forseta LWF og ræðir við hann.

Sunnudaginn 16. október kl. 11:00 verður umhverfis- og biskupamessa í Hallgrímskirkju. Þar predikar dr. Musa og með honum þjóna frú Paneeraq Siegstad Munk Grænlandsbiskup, frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og Björn Steinar Sólbergsson verður við orgelið.
Messan verður með alþjóðlegu sniði og í henni syngur Drengjakór Dómkirkjunnar í Herning á Jótlandi.

Að lokum heldur dr. Musa opinn fyrirlestur í Neskirkju í  málstofu sem stendur frá kl. 12:00 til kl. 14:00 mánudaginn 17. október. Samkoman er á vegum Guðfræðistofnunar og Guðfræði- og trúarbragðadeildar Háskóla Íslands.

 

slg






  • Biskup

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Lútherska heimssambandið

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Umhverfismál og kirkja

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls