Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur
Þann 29. september sendi Biskup Íslands út svohljóðandi bréf:
„Hér með tilkynnist að ég hef ákveðið að útnefna sr. Gunnar Eirík Hauksson sem næsta prófast í Vesturlandsprófastsdæmi.
Þessi ákvörðun gildir frá 1. október n.k.
Tilkynning um innsetningu hans sem prófasts verður send síðar.
Um leið og ég býð sr. Gunnar Eirík velkominn í prófastahópinn þakka ég sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni áralangt samstarf og þjónustu í þjóðkirkjunni sem sóknarprestur og prófastur.“
Sr. Gunnar Eiríkur er fæddur 2. júní árið 1957 í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1. mars árið 1986.
Sr. Gunnar var skipaður sóknarprestur í Þingeyrarprestakalli frá 1. október 1986 og vígður 5. sama mánaðar.
Hann var skipaður sóknarprestur í Stykkishólmsprestakalli frá 1. febrúar 1992.
Sr. Gunnar var skipaður prófastur í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi 1. apríl 2005 og lauk þeirri þjónustu þegar Vesturlandsprófastsdæmi varð til 1. desember árið 2010.
Sr. Gunnar er kvæntur Birgittu Bragadóttur og eiga þau þrjú börn.
slg