Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju
Listahátíð barnanna fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október kl. 11:00.
Barnakór frá Tónlistarskólanum TónGraf, sem starfar í Bústaðakirkju, mun syngja undir stjórn Auðar Guðjónsen.
Jónas Þórir kantor kirkjunnar verður á hammondinu og flyglinum og barnasálmar verða sungnir.
Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir stundina ásamt séra Þorvaldi Víðissyni og leiðtogum.
Biblíusaga verður sögð, kíkt verður í fjársjóðskistuna og bænir beðnar.
Að lokinni barnamessu verður ávaxtastund í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á liti og iðju við hæfi barnanna.
Tónlist eftir W. A. Mozart verður í fyrirrúmi sama dag í guðsþjónustu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október kl. 13:00.
Um er að ræða síðasta sunnudaginn í bleikum október, en dagskráin í kirkjunni í október hefur tekið mið af baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Prestamarsinn úr Töfraflautunni verður forspil í messunni.
Ave verum corpus verður sungið, Laudate Dominum, Lacrimosa og sálmar með tónlist Mozarts.
Þessi tónlistarveisla verður í boði Kammerkórs Bústaðakirkju sem syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantors.
Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.
Svava Kristín Ingólfsdóttir og Anna Klara Georgsdóttir syngja dúett og Margrét Hannesdóttir, Guðjón V. Stefánsson og Bernedetta Hegyi syngja einsöng.
slg