Sr. María Rut Baldursdóttir ráðin

7. nóvember 2022

Sr. María Rut Baldursdóttir ráðin

Sr. María Rut

Biskup Íslands auglýsti nýlega starf prests við Grafarholtsprestakall.

Grafarholtsprestakall er í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og er í nokkru samstarfi við söfnuði Grafarvogs og Árbæjar.

Miðað var við að ráðið yrði í starfið frá 1. janúar 2023.

Sjö sóttu um og valnefnd kaus sr. Maríu Rut Baldursdóttur.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðningu hennar.

Þegar Guðríðarkirkja var vígð bjuggu á safnaðarsvæðinu um 5 þúsund manns.

Nú búa á svæðinu samtals 8104 manns.

Miðað við áform borgaryfirvalda má reikna með að mikil fjölgun verði í söfnuðinum á næstum árum.

Sr. María Rut er fædd árið 1985 og ólst fyrst upp á Hólmavík, var tvö ár í Svíþjóð og síðar bjó hún í Njarðvík.

Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 2004.

Samhliða námi sínu æfði hún á fiðlu og lærði söng.

Hún fór til Spánar eftir stúdentspróf og lærði spænsku, auk þess lauk hún miðstigsprófi í söng.

Þá lá leiðin svo í guðfræðideildina og lauk hún B.A. gráðu í guðfræði árið 2010 og var ritgerðarefni hennar um um Messías eftir Handel, boðskapinn í verkinu og guðfræðina.

Árið 2015 útskrifaðist María Rut með mag.theol. próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og fjallaði ritgerð hennar um staðgöngumæðrun út frá guðfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni.

Sr. María Rut er með diplóma í kynfræði frá árinu 2016 og hefur verið í námi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Hún er einnig með diplóma í sálgæslufræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan í júní 2022.

Sr. María Rut var vígð til prestsþjónustu í Bjarnanesprestakalli í Suðurprófastsdæmi árið 2017 og þjónaði þar til í september 2022.

Hún er nú að leysa af í Reynivallaprestakalli.

Einnig hefur sr. María Rut starfað og verið sjálfboðaliði í kirkjunni og t.d séð um barna- og æskulýðsstarf.

Má þar nefna Víðistaðakirkju, Breiðholtskirkju, en lengst af starfaði hún í Njarðvíkurprestakalli.

Sr. María Rut hefur einnig starfað sem tónlistarkennari og kennt söng og á fiðlu.

Hún er gift Eyþóri Grétari Grétarssyni sem starfar í dagvist fyrir fatlaða, Gylfaflöt Grafarvogi.

Þau eiga þrjá syni.

 

slg




Myndir með frétt

María Rut mag.theol.
  • Embætti

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls