Svæðisstjóri æskulýðsmála

28. nóvember 2022

Svæðisstjóri æskulýðsmála

Gott samstarf

Biskup Íslands auglýsir eftir svæðisstjóra æskulýðsmála í Kjalarnes- og Reykjavíkurprófastdæmum eystra og vestra.

Helstu verkefni svæðisstjórans eru:

Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu.

Svæðisstjóri starfar með starfsfólki sem sér um æskulýðsstarf í sóknum, myndar tengsl á milli þess og veitir því faglegan stuðning og ráðgjöf um æskulýðsmál og mönnun starfsins.

Svæðisstjóri hefur frumkvæði að stofnun safnaðarstarfs fyrir ungmenni í söfnuðum svæðisins á þeim stöðum sem það er ekki fyrir hendi.

Svæðisstjóri sér um skipulagningu æskulýðsmóta og annarra viðburða.

Svæðisstjóri sér um leiðtogaþjálfun.

Svæðisstjóri tekur þátt í gerð fræðsluefnis.

Svæðisstjóri kynnir sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefndar.

Menntunar og hæfniskröfur:

Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi (t.d.kennari, tómstunda- og félagsmálafræðingur, þroskaþjálfi, guðfræðingur, djákni).

Framúrskarandi færni í samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæði.

Skipulagshæfni.

Góð íslenskukunnátta.

Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.

Um er að ræða 100% starf.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Þjóðkirkjunnar.

Frekari upplýsingar um starfið veita sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs.

Staðsetning: Breiðholtskirkja.

Umsóknarfrestur er til 8. des.

Viðkomandi þarf að geta tekið til starfa 1. janúar 2023.

Svæðisstjórnin nær yfir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Kjalarnesprófastsdæmi.

 

slg


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls