Fullveldisdagurinn í Háskólakapellunni

2. desember 2022

Fullveldisdagurinn í Háskólakapellunni

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands les ritningarlestur

Fullveldisdagurinn var í gær þann 1. desember.

Þá höldum við Íslendingar upp á að þann dag árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki.

Áratuga hefð er fyrir því að guðfræðistúdentar haldi sérstaka messu í kapellu Háskólans á þessum degi.

Þeirri messu er jafnan útvarpað, lengi vel í beinni útsendingu, en nú er hún tekin upp og útvarpað næsta sunnudag.

Kapella Háskóla Íslands eða Háskólakapellan eins og hún er kölluð í daglegu tali var vígð 16. júní árið 1940 og var á árum áður gjarnan notuð fyrir kirkjulegar athafnir eins og brúðkaup, enda voru ekki margar kirkjur í borginni í þá daga.

Fréttaritari kirkjan.is sótti messuna á fullveldisdaginn, en henni verður útvarpað annan sunnudag í aðventu þann 4. desember n.k. kl. 11:00.

Sr. Sigurður Jónsson prestur í Laugardalsprestakalli þjónaði fyrir altari og guðfræðinemarnir Margrét Rut Valdimarsdóttir og Steinunn Anna Baldvinsdóttir predikuðu.

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands las fyrri ritningarlestur og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor og deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskólans las síðari ritningarlesturinn.

Bryndís Rós Viðarsdóttir, Elísabet Gísladóttir og Helga Björg Gunnarsdóttir lásu bænir.

Organisti var Guðmundur Sigurðsson organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík.

Meðhjálparar voru Eva Lín Traustadóttir, Bjarki Geirdal Guðfinnsson og Arna Jakobsdóttir.

Forsöngvari var Pálína Sigurðardóttir.

Guðfræðinemar og félagar úr Háskólakórnum sungu undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.

Tema guðsþjónustunnar voru mannréttindi og lögðu guðfræðinemarnir sem predikuðu áherslu á kærleika Guðs til allra óháð litarhætti, stöðu, kynvitundar eða hvers annars sem mismunað er í þjóðfélaginu.

Guð elskar okkur öll eins og við erum.

Hvöttu þær kirkjuna til að setja mannréttindi á oddinn í öllu sínu starfi.

Eftir messuna buðu guðfræðinemar upp á dýrindis hlaðborð veitinga sem fólk naut mjög og samfélagsins sem þar myndaðist.


slg



Myndir með frétt

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Trúin

  • Guðfræði

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls