Fjölbreytt úrval af jóladagatölum í kirkjunni

16. desember 2022

Fjölbreytt úrval af jóladagatölum í kirkjunni

Nýlega sagði kirkjan.is frá jóladagatali þar sem örmyndbönd birtast daglega með tillögum að samveru með börnunum á aðventunni.

Margt annað er í boði á síðum kirknanna og prófastsdæmanna.

Uppörvandi myndskeið birtast nú á aðventunni og fram að jólum á jóladagatali Kjalarnesprófastsdæmis þar sem fólk með margs konar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar.

Yfirskrift dagatalsins í ár er „Slá þú hjartans hörpu strengi“ og er sótt í sálm númer þrjú í nýju sálmabókinni eftir sr. Valdimar Briem.

Orðið aðventa merkir koma eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.

Jóladagatalið er samstarfsverkefni prófastsdæmisins og Þjóðkirkjunar, en einnig tekur Suðurprófastsdæmi þátt í dagatalinu að þessu sinni.

Þetta er í þriðja skipti sem prófastsdæmið stendur að gerð jóladagatals.

Myndskeiðin eru frá kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Suðurlandi.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvæntingar þegar við íhugum og skoðum hvað gefur lífinu gildi og tilgang.

Einnig er því ætlað að vekja athygli á margvíslegum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu á Facebókasíðu prófastsdæmisins.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Menning

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls