Karen Hjartardóttir ráðin

19. desember 2022

Karen Hjartardóttir ráðin

Karen Hjartardóttir

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu í Bjarnanesprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 21. nóvember s.l.

Ein umsókn barst frá mag. theol. Karen Hjartardóttur og hefur hún nú verið ráðin í starfið.

Í Bjarnanesprestakalli eru fimm sóknir.

Hafnarsókn er með langflesta íbúa eða rúmlega 1800, Bjarnanessókn er með 250 íbúa, Brunnhólssókn er með um 75 íbúa, Hofssókn um 240 og Kálfafellsstaðarsókn er með um 115 íbúa.

Samtals eru í prestakallinu um 2500 íbúar.

Sóknarprestur er sr. Gunnar Stígur Reynisson.

 

Karen Hjartardóttir er fædd árið 1992 á Akranesi og ólst upp á Snæfellsnesi.

Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2012 og hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2012.

Þaðan útskrifaðist hún með mag. theol. próf veturinn 2018.

Karen hefur starfað í barna-og æskulýðsstarfi í Laugarneskirkju og verið með sunnudagaskóla í Háteigskirkju.

Sambýlismaður hennar er Mikkel Gammelmark og eiga þau saman átta ára gamlan son.

 

slg


  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls