Úthlutun úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs

22. desember 2022

Úthlutun úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs

Stjórn sjóðsins ásamt styrkþegum og biskupi Íslands. Talið frá vinstri Hilmar Örn Agnarsson, Ragnheiður Gröndal, Margrét Bóasdóttir, Jón Kristinn Cortes, Þórdís Guðmundsdóttir, Margrét Elísabet Hjartardóttir, Björg Þórhallsdóttir, Sigurður Sævarsson, Gunnar Gunnarsson og frú Agnes M. Sigurðardóttir

Í gær var hátíðleg stund í Grensáskirkju þegar úthlutað var úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs.

Umsóknir í sjóðinn voru 18 og veittir voru sjö styrkir.

Heildarupphæð var 1500 þúsund.

Síðastliðið vor var sérstök úthlutun vegna stofnunar sjóðsins og því var þessi úthlutun hófstilltari.

Næst verður auglýst eftir styrkjum haustið 2023 og úthlutað fyrir jól.

Sjóðurinn er til kominn vegna samnings þjóðkirkjunnar og STEFs um greiðslu fyrir flutning tónlistar og texta sem eru í höfundarvernd.

STEF leggur 20% af árlegri greiðslu þjóðkirkjunnar í sjóð sem er til að efla kirkjutónlist.

Í stofnskrá  sjóðsins segir í þriðju grein:

"Markmið sjóðsins er að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist.

Í því skyni styrkir sjóðurinn frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar, útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins.

Þá er heimilt að veita styrki úr sjóðnum í viðurkenningarskyni fyrir störf á sviði kirkjutónlistar."


Í stjórn sjóðsins eru Söngmálastjóri kirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, Hilmar Örn Agnarsson sem er fulltrúi STEFs, og Davíð Þór Jónsson sem er fulltrúi biskups.

Í ár tóku þátt í nefndarstörfum Ragnheiður Gröndal, varamaður Davíðs Þórs og Hildigunnur Rúnarsdóttir, varamaður Hilmars Arnar.

Þau sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

Björg Þórhallsdóttir fyrir tónlistarhátíðina Englar og menn, en hún hefur fengið Georg Kára Hilmarsson tónskáld til að semja tónverk fyrir tónlistarhátíðina.

Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari til að panta orgelverk frá Þorvaldi Erni Davíðssyni.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari til að panta orgelverk frá Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur.

Vox Feminae kvennakór til að panta nýtt kórverk í tilefni af 30 ára afmæli kórsins.

Gunnar Gunnarsson til að ganga frá útgáfu nótnabókar með eigin kórútsetningum af kirkjulegum lögum, um 60-70 lög, flest í nýútkominni sálmabók.

Sigurður Sævarsson, tónskáld til að semja kórverk með texta úr 51. Davíssálmi, Miserere.

Kórverkið er í 6 köflum og um 20 mínútur að lengd.

Jón Kristinn Cortez til að gefa út nótnabók með um 60 trúarlegum einsöngslögum.

 

Það er mikill fengur fyrir kirkjuna að nútíma tónskáld skuli leggja kirkjutónlistinni lið á þennan hátt.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls