Sjálfboðaliðar óskast til íslenskukennslu hjá Kristniboðssambandinu

5. janúar 2023

Sjálfboðaliðar óskast til íslenskukennslu hjá Kristniboðssambandinu

Skólastarf er mikilvægur liður í kristniboðsstarfi

Kristniboðspósturinn í janúar 2023 er kominn út.

Í honum kemur fram hið fjölbreytta starf sem Samband íslenskra kristniboðsfélaga SÍK stendur fyrir.

Miðvikudagssamkomur hófust aftur miðvikudaginn 4. janúar.

Eins og undanfarin ár hefjast þær kl. 20:00 og eftir samkomurnar er boðið upp á kaffi og samfélag.

Dagskrá má sjá neðst í þessum pósti.

 

Íslenskukennslan hefst aftur 17. janúar.


Óskað er eftir sjálfboðaliðum til þess starfs.

Starfsmenn SÍK sjá um kennsluna, en aðkoma sjálfboðaliða í þessu starfi skiptir miklu máli og nú vantar fólk.

Sjálfboðaliðar sem tekið hafa þátt í þessu verkefni eru sammála um að þetta sé einstaklega gefandi og skemmtilegt starf.

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 11:00 til 12:00 verður kynningarfundur fyrir alla sem vilja kynna sér nánar í hverju starfið felst og fólk getur komið á fundinn án allrar skuldbindingar.

Fimmtudaginn 12. janúar kl. 10:00 til 12:00 verður námskeið fyrir sjálfboðaliðana þar sem farið verður yfir skipulag starfsins, kennsluaðferðir og fleira.

Þetta námskeið er bæði fyrir nýja sjálfboðaliða og þau sem áður hafa tekið þátt í þessu verkefni.

 

Árleg kristniboðsvika SÍK verður haldin vikuna 26. febrúar til 5. mars 2023.

 

Gestur vikunnar verður Andrew Hart frá Bretlandi sem er framkvæmdastjóri Pak7 fjölmiðlakristniboðsins sem SÍK hefur styrkt frá því það fór af stað fyrir fjórum árum.

Þrátt fyrir stuttan tíma hafa fjölmargir Pakistanar fengið að heyra fagnaðarerindið um Jesú Krist og taka á móti honum sem frelsara sínum í gegnum magnað starf þeirra.

 

Samkomudagskrá í janúar og febrúar 2023 er eftirfarandi með fyrirvara um breytingar:

4. janúar.  Allt gerir hann vel.

Ræðumaður verður Hermann Bjarnason.

11. janúar.  Á móti straumnum.

Ræðumaður verður Björn Inge Furnes Aurdal.

18. janúar.

Ræðumaður verður Karl Jónas Gíslason.

25. janúar. Hvern segja menn mig vera?

Ræðumaður verður sr. Þráinn Haraldsson.

1. febrúar. Hinsta kveðja.

Ræðumaður verður Skúli Svavarsson.

8. febrúar. Í fylgd með Jesú.

Ræðumaður verður auglýstur síðar.

15. febrúar.  Sálmur og bæn.

Ræðumaður verður Halldóra Lára Ásgeirsdóttir.

22. febrúar. Sumar er í nánd.

Ræðumaður verður Ólafur Hauksteinn Knútsson

 

slg


  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Leikmenn

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Sjálfboðaliðar

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls