Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson ráðinn

19. janúar 2023

Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson ráðinn

Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 5. janúar 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Arnaldi Arnold Bárðarsyni presti í Árborgarprestakalli og hefur hann nú verið ráðinn.

 

Arnaldur Bárðarson er fæddur á Akureyri 2. júní árið 1966.

Hann lauk námi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1995.

Síðar fór hann í kennaranám og tók meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2013.

Síðar stundaði hann framhaldsnám í guðfræði frá M.F. í Osló.

Sr. Arnaldur var fræðslufulltrúi Þjóðkirkunnar á Norðurlandi frá árinu 1992.

Hann vígðist til prestsþjónustu í Raufarhafnarprestakalli árið 1996.

Síðar varð hann prestur á Hálsi í Fnjóskadal og í Glerárkirkju á Akureyri.

Árið 2010 gekk hann í þjónustu norsku kirkjunnar og var þar við störf til ársins 2017.

Við komuna til Íslands varð hann sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og einnig í Þorlákshöfn en er nú prestur í Árborgarprestakalli.

Eiginkona sr. Arnaldar er sr. Ingibjörg Jóhannsdóttir áður prestur í norsku kirkjunni en nú sérkennslustjóri á leikskólanum Ökrum í Garðabæ.

Þau eiga fimm syni og 6 barnabörn.

Þau munu flytja á prestssetrið Heydali í Breiðdal nú í marsmánuði.


Prestakallið


Austfjarðaprestakall nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri.

Það varð til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019, Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Djúpavogsprestakalls, Heydalaprestakalls og Fáskrúðsfjarðarprestakalls.

Prestakallið nær yfir stórt svæði og m.a. tvö sveitafélög.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna–Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls