Æði-flæði í Hallgrímskirkju

23. janúar 2023

Æði-flæði í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja verður með Æði-flæði listasmiðjur fyrir börn og unglinga frá janúar og fram í mars 2023.

Samkvæmt auglýsingu frá Hallgrímskirkju verður flæðið í smiðjunum æðislegt, skapandi og skemmtilegt.

Það er takmarkað pláss í smiðjurnar og er skráning því nauðsynleg.

Í lok smiðjanna verður sýning á Æði-flæði listaverkunum á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar þann 5. mars næst komandi kl. 11:00 í Hallgrímskirkju.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Kristnýju Rós Gústafsdóttur verkefnastjóra fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju, en hún heldur utan um verkefnið, og spurði hana um aðdraganda þessarar nýjungar í safnaðarstarfinu.

Kristný Rós sagði:


„Starfsfólk Hallgrímskirkju vildi bjóða upp á nýtt, skapandi og öðruvísi starf fyrir börn og unglinga í Hallgrímskirkju.

Mig langaði til að nota öðruvísi, ferskt og opið nafn á verkefnið og úr varð Æði-flæði listasmiðjur.

Fólkið sem sækir þjónustu í Hallgrímskirkju býr ekki allt í sókninni og því var ákveðið að Æði-flæði væri ekki bara fyrir börn og unglinga í sókninni heldur fyrir hvern sem vildi, óháð búsetu.“

Hvað mun þetta verkefni standa lengi?


„Listasmiðjurnar standa í sex vikur, en það er takmarkað pláss í hverja smiðju.

Gestakennarar heimsækja Æði-flæði tvisvar sinnum.

Eftir hvert flæði fá börnin að heyra biblíusögu.“

Hvenær hefst þetta?

„Æði-flæði listasmiðjurnar verða í janúar og febrúar og svo enda allar smiðjurnar á því að vera með sýningu á listaverkunum á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar þann 5. mars næst komandi í fjölskylduguðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 11:00.“

Lýkur verkefninu þá á Æskulýðsdaginn?


„Nei, Æði-flæði verður með nýjar smiðjur í vor, í apríl og maí og standa þær þá yfir í fjórar vikur.

Æði-flæði smiðjan í vor endar svo á því að taka þátt í vorhátíð í Hallgrímskirkju þann 16.maí næst komandi.“

 

Kostar þetta eitthvað fyrir börnin og unglingana?


„Nei, það er frítt að vera með og skráningar eru inn á heimasíðu kirkjunnar.“

Hvað verður aðallega gert?


„Það sem til dæmis verður gert í smiðjunum er að búa til sitt eigið spil, „diy tie“ boli og altarisdúk fyrir fjölskylduguðsþjónustur.“

Er skráning hafin?


„Já, og skráningar í smiðjurnar ganga vel.

Það er mikil tilhlökkun í kirkjunni fyrir nýja starfinu þar sem sköpunargleðin verður allsráðandi.

Hallgrímskirkja vill standa að fjölbreyttu og skapandi starfi í helgihaldi og safnaðarstarfi og Æði-flæði er hluti af því markmiði.“

Sagði Kristný Rós að lokum.




slg








Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls